Ég hvet alla sem geta til að hlusta á furður sálarlífsins á Útvarpi Sögu

Það er mikið hlustað á útvarp Sögu eins og allir vita en hlustunin er aðallega á morgnana í beinni útsendingu. Sigurður G. Tómasson er með tveggja klukkustunda þátt á hverjum virkum degi og að undanförnu hefur hann verið með símatíma í tvær stundir samfleytt.

Þessar 120 mínútur hafa að undanförnu farið í að rægja aðalbankastjóra Seðlabanka Íslands Davíð Oddsson  og engin breyting er á því í dag. Hann hefur bætt í ef eitthvað er.

Samkvæmt hagfræðikenningum Sigurðar G. Tómassonar hefur íslenska bankakerfið hrunið af völdum þessa eina manns. Já, mikill er máttur Davíðs. 

Glapráðar íslensku útrásarinnar eiga þar enga sök og ekki heldur efnahagskreppan sem gengur yfir heimsbyggðina og hófst í Bandaríkjum norður Ameríku.

Nei Davíð Oddsson skal vera sökudólgurinn að mati efnahagssérfræðings þjóðarinnar númer eitt, Sigurðar Guðmundar Tómassonar.

Ég hvet alla sem geta til að hlusta á furður sálarlífsins á Útvarpi Sögu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góður Benedikt og þakka þér ábendinguna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.10.2008 kl. 10:04

2 Smámynd: Heidi Strand

Margir eru sammála en enginn þorir að hengja bjölluna á köttinn.

Heidi Strand, 12.10.2008 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1031775

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband