Þegar menn ganga ekki í takt.

Afskaplega einkennileg þykja mér vinnubrögð St.Rv., BSRB annarsvegar og meintra trúnaðarmanna hjá Strætó bs. hinsvegar þessa dagana sem endranær reyndar.

Hrópandi misræmi er í orðum þeirra og gjörðum. Ögmundur Jónasson formaður BSRB ritar grein í Morgunblað s.l. sunnudag og kemur inn á einkastríð fyrrum starfsmanns Strætós við framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Í málsgreininni hér á eftir sem er í nefndri Morgunblaðsgrein segir m.a. ". Nokkuð sem ég hygg að báðum aðilum þyki miður enda er nú reynt að leita leiða til samkomulags."

Öll málsgreinin fer hér á eftir:

 "Deilumál í farvegi dómstóla

Erfiðleikar og leiðindi hafa komið upp í samskiptum stjórnar Strætó við samtök starfsmanna á síðustu mánuðum. Þannig hefur fyrirtækið ekki viljað virða rétt trúnaðarmanna Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og þar með BSRB. Þessi og önnur alvarleg deilumál hafa verið færð inn í dómstólafarveg. Nokkuð sem ég hygg að báðum aðilum þyki miður enda er nú reynt að leita leiða til samkomulags. Ætla ég því ekki að fjölyrða um þau mál að sinni."

 

Í þessum orðum er sáttatónn hjá Ögmundi, en því er ekki að skipta á vefsíðu umrædds fyrrverandi starfsmanns þar sem hann segist tala fyrir hönd starfsmanna Strætós: 

 

 

 

Fyrirsjáanleg málaferli framundan:

  1. Áminning 1. fulltrúa/trúnaðarmanns.
  2. Uppsögn 1. fulltrúa/trúnaðarmanns.
  3. Ólögmæti uppsagnar.
  4. Mismunun á 2. fulltrúa/trúnaðarmanni í afleysingarstarfi.
  5. Bann við að trúnaðarmenn stundi trúnaðarmannastörf.
  6. Þjófnaður á skjölum trúnaðarmanna.

Sjöfn lögfræðinur Strætó bs. hefur gert þá kröfu að lögfræðingur Starfsmannafélagsins verði dæmdur til að greiða réttarfarssekt vegna málshöfðunarinnar og hefur sent harðort bréf þar sem hún ásakar lögfræðing St.Rv. um skæting og að honum finnist greinilega skrýtið að dómari stjórni þinghöldum!"

Þarna boðar fyrrverandi starfsmaðurinn a.m.k. sex málssóknir á hendur fyrirtækinu á meðan Ögmundur Jónasson hyggst leita sátta.

Er starfsmaðurinn fyrrverandi ekki búinn að gera fyrrverandi samstarfsfólki næga skömm til?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1031847

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband