Yfirlýsing Strætó bs. um ósannsögli vagnstýru.

 

 Eftirfarandi getur að sjá á Vísir.is og þakka ég velunnara fyrir ábendinguna:

 

 

"Vísir, 04. júl. 2008 16:05

 

Segjast ekki hafa rekið vagnstjórann vegna bloggfærslu

 

Reynir Jónsson framkvæmdarstjóri Strætó bs. segir í yfirlýsingu sem hann sendi Vísi í dag að fyrirtækið hafi ekki rekið Birnu Magnúsdóttur vagnstjóra frá fyrirtækinu. Birna sagði í samtali við Vísi í fyrradag að hún hefði verið rekin vegna bloggfærslu. Þeim ummælum vísa stjórnendur Strætó bs. til föðurhúsanna.

Í yfirlýsingunni segir að Birna hafi sjálf tilkynnt um uppsögn sína frá og með 1.ágúst 2007. Ástæðurnar væru þær að hún vildi freista gæfunnar í nýju starfi á nýjum vettvangi.

Stjórn Strætó undrar málflutningur Birnu og eftir þeirra bestu vitund hefur hún ekki leitað til stjórnenda fyrritækisins eftir skýringum og hefði því ekki getað fengið umrædd „svör". Þar segir að telji Birna sig geta sýnt fram á annað óskar fyrirtækið eftir því að hún leggi fram upplýsingar um það.

Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan:

„Birna Magnúsdóttir segist hafa verið rekin frá Strætó bs. vegna bloggfærslu og "segist hafa fengið þau svör að brottreksturinn mætti rekja til bloggfærslu og stuðning sinn við við fyrrverandi trúnaðarmann félagsins". Þessum ummælum vísa stjórnendur Strætó bs. til föðurhúsanna.

Í fyrsta lagi hefur Birna Magnúsdóttir aldrei verið rekin frá Strætó bs. Hið sanna í málinu er að hún tilkynnti um uppsögn sína frá og með 1. ágúst 2007 og óskaði jafnframt eftir því að hún yrði laus frá vinnu eigi síðar en hinn 19. sama mánaðar. Ennfremur óskaði hún eftir því að vera lausráðinn vagnstjóri frá þeim degi að telja. Þessar upplýsingar voru sendar í tölvuskeyti til launafulltrúa Strætó bs. frá deildarstjóra akstursdeildar þann 31. júlí 2007.

Hún kom að eigin frumkvæði á fund framkvæmdastjóra og tjáði honum að ástæður uppsagnar sinnar væru þær að hún vildi freista gæfunnar í nýju starfi á nýjum vettvangi.

Í öðru lagi, þá búa lausamenn við þær aðstæður að bjóðast aðeins vinna þegar ekki fást fastráðnir menn til starfa. Eins og oft hefur komið fram í fréttaflutningi undanfarnar 2 vikur, þá hefur Strætó bs. fækkað vögnum í akstri um 32 og dregið úr aksturstíðni í sumar.

Við slíkar aðstæður minnkar þörf fyrir vinnuafl og ganga fastráðnir starfsmenn fyrir um vinnu og því hefur ekki verið þörf fyrir starfskrafta Birnu til þessa og verður væntanlega ekki það sem eftir lifir sumars. Þann 23. ágúst nk. munum við aftur hefja akstur skv.vetraráætlun, en þá fjölgar vögnum á nýjan leik og aksturstíðni eykst.

Okkur undrar málflutningur Birnu. Eftir okkar bestu vitund hefur hún ekki leitað til stjórnenda Strætó bs. eftir skýringum og hefur því ekki getað fengið umrædd "svör" frá okkur. Telji Birna sig geta sýnt fram á annað óskum við eftir því að hún leggi fram upplýsingar um það.

Okkur undrar einnig að fréttamiðillinn Vísir.is skuli ekki hafa leitað eftir upplýsingum um málið hjá stjórnendum Strætó bs."

F.h. Strætó bs.
Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1031773

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband