Það er grátlegt að horfa upp á sjálfstortíminguna sem er studd af verkalýðsleiðtogum.

Mikil er ábyrgð þeirra sem leiða starfsmenn Strætó í þær ógöngur sem þeir eru komnir í.

Reynir Jónsson framkvæmdastjóri hefur greinilega fengið þau fyrirmæli að koma skikk á starfsmannamálin. Trúnaðarmaður hafði um árabil misnotað aðstöðu sína og tekið sér óhóflegt frí sem hann sagði til félagsstarfa og trúnaðarmenn voru að skipta sér af hlutum sem þeim komu ekki við.

Reynir var ráðinn til að taka til og hefur verið að gera það.

Svokallaðir trúnaðarmenn sem eru núna hafa ekki unnið eitt einasta handtak fyrir starfsmenn Strætó. Þau hafa hinsvegar háð einkastríð fyrir einn mann sem hljóp á sig.

Uppskeran er að hann hefur verið rekinn. Hvort einhver fær áminningu á næstu dögum kemur í ljós, því reynt hefur verið að efna til uppþota og skemmda á starfsemi fyrirtækisins sem er ámælisvert.

Ljóst er að stjórn Strætó hyggst afþakka frekari kjarasamninga við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar í haust.

Þeir starfsmenn og forsvarsmenn hagsmunafélaga sem ekki skilja svona einfalda hluti eins og þá, að það eru eigendur fyrirtækisins sem stjórna fyrirtækinu og þeir standa við sína samninga og starfsmönnum ber að efna sínar skuldbindingar sem samningurinn leggur þeim á herðar.

Forsvarsmenn starfsmanna sem grafa svo undan sjálfum sér og öðrum ættu að líta annað eftir frekari verkefnum. 

Það er grátlegt að horfa upp á sjálfstortíminguna sem er studd af verkalýðsleiðtogum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1031843

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband