Ósætti innan BSRB - formaður aðhefst ekki.

"Samfélagið þarf að ná sáttum" segir formaður BSRB. Í einu aðildarfélaga BSRB ríkir mikið ósætti um umdeilda ákvörðun stjórnar félagsins þess efnis að setja afsagða trúnaðarmenn aftur í embætti með einfaldri samþykkt. Þar sniðgengur stjórnin lög félagsins í óþökk fjölda  félagsmanna.

Formanni BSRB er kunnugt um ósættið, en aðhefst ekki. 


mbl.is Ögmundur: Samfélagið þarf að ná sáttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ef ég skildi það rétt, þá sögðu þeir af sér og voru skipaðir aftur eftir að þeir og félagið fundu afgerandi mikinn meðbyr vagnstjóra. Er nokkuð athugavert við það?

Vésteinn Valgarðsson, 2.5.2008 kl. 02:00

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er athugunarvert Vésteinn því lög félagsins gera ráð fyrir að þegar menn segja af sér trúnaðarstörfum þá taki varamenn við. Það er endanlegur gjörningur fram að næstu kosningum.

Að enurreisa afsagða fulltrúa er því lögleysa,

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.5.2008 kl. 09:21

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Annað hvort hef ég misskilið eða mig hefur misminnt; á heimasíðu trúnaðarmannanna segjast þeir hafa dregið uppsagnir sínar til baka, eftir að 104 vagnstjórar undirrituðu áskorun til þeirra um að gera það. Það hlýtur að vera svolítið annað en að vera skipaður.

Vésteinn Valgarðsson, 3.5.2008 kl. 05:35

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lög Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar gera ekki ráð fyrir að hægt sé að koma aftur inn sem fulltrúi/trúnaðarmaður eftir afsögn. Ekki frekar en að Björn Ingi Hrafnsson gæti komið aftur í borgarstjórn og rutt núverandi borgarfulltrúi Óskari Bergssyni úr vegi sem kom inn sem varamaður þrátt fyrir 1004 áskoranir þar um, ef einhver væri svo úti að aka að beita sér fyrir slíkri söfnun.

Sömu reglur gilda einfaldlega víðast hvar í félögum, hvort heldur það er borgarsamfélagið, þjóðfélagið eða stéttarfélög, skráðar reglur eru til að fara eftir þeim, en ekki tækifærisreglur.

Lög Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir kosningum á tveggja ára fresti og lög um sveitarfélög gera ráð fyrir kosningum á fjögurra ára fresti.

Engar undirskriftasafnanir breyta þessum lögum.

Það fer að styttast í að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar viðurkenni mistök sín og dragi ólöglegan gjörning sinn til baka. Þá taka löglega kjörnir varamenn við trúnaðarmannastörfum og eðlilegt samband kemst á við yfirmenn fyrirtækisins, en það hefur ekkert verið.

Þau sem telja sig trúnaðarmenn í dag hafa ekkert gert annað en að heyja einkastríð um það hvort ákveðinn maður hafi mátt vera fullur á Hlemmi og með áfengi um hönd.

Það getur ekki talist réttindamál starfsmanna Strætó bs.en viðbúið er að Lalli Johns fylgist spenntur með málalokum þó hann myndi aldrei fara í mál vegna þess.

Þessir ólöglegu trúnaðarmenn munu aldrei ná nokkru máli í gegn hjá framkvæmdastjóra Strætó vegna þess að hann sér í gegnum lögleysuna og samþykkir þau ekki. Á meðan tifar klukkan og kjarasamningar renna út.

Mér sýnist að óbreytt ástand bjóði líka upp á það að Strætó bs. neiti að semja við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar um annan samning, því hvaða fyrirtæki getur borið virðingu fyrir viðsemjanda sem brýtur eigin lög?

Þá hef ég líka á tilfinningunni að eigendur Strætó bs., sveitarfélögin sjö, sjái sé ekki fært að halda úti starfsemi þegar sífellt er verið að fást við starfsmenn um aukaatriði, en aldrei vikið að því sem vel er gert og uppbyggilegt.

Hvernig á að vera hægt að halda uppi samræðum við fólk sem einatt rekur mál sín með upphrópunum í blöðum í kæruformi, kærir til lögreglu, Vegagerðar Vinnueftirlits og Umboðsmanns alþingis og er bakkað upp af stéttarfélagi sínu og BSRB í allri firringunni?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.5.2008 kl. 10:17

5 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ég hef nú ekki orðið var við mikið frá trúnaðarmönnunum í blöðum. Auk þess veit ég ekki betur en það hafi verið framkvæmdastjóri Strætó sem byrjaði á þrasi um aukaatriði með áminningunni. Það var auðvitað klókt af honum, til þess að draga athyglina frá aðalatriðunum. Ekki ætla ég að dæma um brot á lögum félagsins, en ef 104 vagnstjórar skora á þá að draga uppsögnina til baka, þá hefði ég haldið að það væri afgerandi lýðræðislegur vilji fyrir því, hvað sem lögunum líður.

Vésteinn Valgarðsson, 4.5.2008 kl. 01:31

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

".... hvað sem lögunum líður."

Ef þú vilt hafa undirskriftarlýðræði ættir þú að leggja þá lagabreytingu til á næsta aðalfundi. Formaður félagsins breytir ekki lögunum einhliða.

Félögum ber skylda til að setja sér lög og fara eftir þeim.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.5.2008 kl. 09:55

7 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ef þetta er klárt lögbrot, þá hlýtur þetta að hitta sjálft sig fyrir. Þetta mál er allt hið versta, en ég held að framkvæmdastjóri beri meiri ábyrgð á því en aðrir. Vonandi verð ég leiðréttur ef ég hef hann fyrir rangri sök. Það versta við það er að það dregur athyglina að aukaatriði og frá aðalatriðinu, sem eru kaup og kjör vagnstjóra.

Vésteinn Valgarðsson, 4.5.2008 kl. 16:28

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég sé Valgarður að þú ert sannleiksleitandi og vilt hafa það sem sannara reynist hverju sinni og er það vel. Það er vitað mál að við búum ekki í landinu án laga og við skipum ekki félagslegum málum okkar án laga.

Allir fullgildir aðilar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar eiga heimtingu á því að formaður og stjórn félagsins fari að lögum félagsins eins og þau eru hverju sinni, en það hafa þau ekki gert í þessu máli og þar með hafa þau lýst sig vanhæf.

Í 14. gr. laga Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar segir hvernig lagabreytingar fari fram:

"14. gr.
Fundum skal stjórna eftir samþykktum fundarsköpum félagsins. Við afgreiðslu almennra mála nægir einfaldur meirihluti.
Við breytingar á lögum og reglum félagsins, en þær má aðeins gera á aðalfundi, þarf 3/4 greiddra atkvæða fundarmanna til þess að lög-mætar séu.
Ef fleiri en einn fá sama atkvæðamagn við kosningu, skal hlutkesti ráða úrslitum. Heimilt er að viðhafa listakosningu, ef þess er óskað. Tillögur fyrir aðalfund, sem eru fjárhagslega bindandi fyrir félagið,skulu hafa borist stjórninni fyrir janúarlok og kynntar á fulltrúaráðsfundi fyrir aðalfund."

Ég man tímana tvenna í félagsmálum. Aldrei hef ég kynnst vinnubrögðum álíka og formaður félagsins hefur beitt í þessu máli.

Honum er kunnugt um bullandi óánægju fjölda félagsmanna vegna lögbrotsins, en það virðist ekki hvarfla að honum að draga ólöglegt athæfi sitt til baka. Því lengri tími sem líður, verður brot hans auðsærra og á vitorði fleiri. Ef fram heldur sem horfir kallar hann yfir sig dóm fyrir brot á lögum Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og kemst þar með á spjöld félagsins.

Það vel þekki ég til réttlætiskenndar heiðvirðra starfsmanna Strætó bs. að þeir munu aldrei gefa félaginu eftir að traðka á eigin lögum. 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.5.2008 kl. 16:29

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrirgefðu Vésteinn að ég rangnefndi þig.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.5.2008 kl. 16:41

10 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ekkert að fyrirgefa.

Í þessum Strætó-málum er mín samúð fyrst og fremst með starfsfólki fyrirtækisins. Það hlýtur að hafa mesta hagsmuni af því að sátt sé um trúnaðarmennina og að hægt sé að díla við framkvæmdastjórann.

Ekki hélt ég því fram að lögunum hefði verið breytt, en það er álitamál hvort þeir geta dregið uppsögn sína til baka eða ekki. Ef stjórn félagsins er úti að skíta í þessu máli, ætli hún gjaldi þess þá ekki á næsta aðalfundi félagsins, ef menn eru svona ósáttir? Jafnvel fyrr? Stjórnin hlýtur að átta sig á því sem er í húfi.

Vésteinn Valgarðsson, 4.5.2008 kl. 17:30

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Starfsmenn eiga auðvitað ekki að líða fyrir gerðir félagsins.

Í dag er ekkert samband á milli félagsins og framkvæmdastjórnar Strætó, en samband kemst aftur á ef löglega kjörnir varamenn verða aftur gerðir að trúnaðarmönnum. Það eru tveir menn sem tóku við þegar þau sögðu af sér, en þeir voru settir út í kuldann þegar Garðar Hilmarsson tók löin í eigin hendur.

Þessir tveir menn eru margreyndir og hafa skilning á því að nauðsynlegt er að vera viðræðuhæfir og fara ekki með vitleysu þegar svo brýn mál sem hagsmunamál starfsmanna eru.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.5.2008 kl. 18:20

12 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Auðvitað eiga starfsmenn ekki að líða vegna stéttarfélagsins. Ég fylgist með þessu máli utanfrá, hef ekki allar upplýsingar og þekki ekki varatrúnaðarmennina, þannig að ég ætla ekki að setja mig í neitt dómarasæti. Ég held að aðrir hafi betri forsendur til þess en ég.

Vésteinn Valgarðsson, 5.5.2008 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband