Ljót lýsing.

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að skrifa meira um hvíldartíma atvinnubílstjóra en gert hefur verið um skeið. Ég rakst á skrif strætóstjóra hér á blogginu og get ekki látið hjá líða að benda öðrum á:

"Strætóbílstjóri getur óáreittur ekið sína vakt á strætisvagninum, farið beint á malarflutningabíl eða rútu að aflokinni vaktinni, og jafnvel endað sólarhringinn á leigubíl. Ekkert eftirlitskerfi er utan um þetta. Margir vinna einmitt á þennan hátt til að ná upp launum sínum.

Vaktir strætóbílstjóra hafa lengst sífellt síðustu ár, vinnuhlé eru stopul og háð umferð. Raunveruleg vikuleg vinnukvöð strætóbílstjóra er 48 stundir á viku, flestir vinna miklu,miklu meira en það. Hvernig afsakar eftirlitsaðilinn, vegagerðin þetta? Afsakanirnar eru þær að almenningsvagnar séu á undanþágu samkvæmt lögum EES, og þurfi ekki að nota skífur þar með. Einnig að undanþága sé í lögum sem þýði að öllum sé sama hversu mikið strætóökumaður vinnur á meðan hann er ekki meira en 50 km. frá höfuðstöðvum.

Það er aukaatriði að hann kemst kannski varla út úr vagni sínum á vaktinni, sé umferðin og færðin þung. Það virðist einnig vera aukaatriði að hann vinnur á sömu götum og þeir sem þurfa að hlíta lögunum um hvíldartíma."

Getur verið að þarna vanti öryggistrúnaðarmann? 


mbl.is Sturla: Ég berst fyrir ykkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband