Gæfubrautin er í Fella- og Hólakirkju.

Í morgun kom ég í fyrsta sinn í Fella- og Hólakirkju.

 

Byggingin lætur ekki mikið yfir sér utan frá séð, allavega ekki þaðan sem aðkoman er. 

Þegar inn er komið tekur á móti manni mikil hlýja og fegurð og tilfinning fyrir því að vera velkominn.

Starfsfólk kirkjunnar er hvert öðru vinsamlegra og notalegra og stórgóður  fer presturinn sr. Svavar Stefánsson þar fremstur í flokki.

 

Honum mæltist sérlega vel í predikun sinni með einföldu og skýru líkingamáli sem verður í minni haft.

Kórinn söng af látleysi og smekkvísi og kynnti fyrir mér a.m.k. fallegt lag eftir Inga T.

við þekktan sálm.

 

Að fallegri athöfn lokinni og ekki of langri var boðið upp á kaffisopa og spjall áður en haldið var út í fegurð vorsins.

Mínar bestu þakkir fyrir góða og gagnlega stund í fallegri umgjörð.

Ég á eftir að fara oftar í Fella- og Hólakirkju.



mbl.is Haldið áfram á ógæfubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú hefur fengið þér ágætis morgunhressingu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.4.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Svo sannarlega.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.4.2008 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 1031757

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband