Stór dagur í lífi geðfatlaðra.

Í dag er stór dagur í sögu þjónustu við geðfatlaða í Reykjavík.

Nýr þjónustukjarni á vegum Búsetu- og stuðningsþjónustu geðfatlaðra á Velferðarsviði var opnaður að Skarphéðinsgötu 14 - 16.

 

Ásta K. Benediktsdóttir forstöðumaður ávarpaði notendur og bauð gesti velkomna.

 

Jórunn J. Frímannsdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs sagði nokkur orð og óskaði vistmönnum til hamingju með áfangann og lýsti stefnu borgarstjórnar í málefnum geðfatlaðra í stórum dráttum.

Íbúum voru færð blóm. 

 

Þá hélt Jóna Rut Guðmundsdóttir fyrrverandi forstöðumaður ávarp og lagði áherslu á VSL aðferðarfræðina: Virkjum, styðjum og leysum. En sú aðferðarfræði var mótum í hennar forstöðumannstíð hjá Búsetu- og stuðningsþjónustunni á undanförnum tveimur árum.

Grunnhugmynd aðferðarfræðinnar er í samræmi við stefnu Félags- og tryggingaráðuneytisins varðandi þjónustu við fatlaða og í samræmi við  áherslur Velferðarsviðs Reykjavíkur um að íbúar komi í auknum mæli að skipulagningu og stefnumótun eigin velferðarþjónustu.

 

Í skriflegu ávarpi Birgis Ottóssonar forstöðumanns þjónustudeildar Félagsbústaða kemur fram að " með opnun á þessum nýja þjónustukjarna er tónninn gefinn fyrir næstu verkefni af þessum toga sem nú þegar eru í undirbúningi".

 

Undirritaður þakkaði hlutaðeigandi framtakið með nokkrum orðum fyrir hönd aðstandendafélagsins Eirðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 1031842

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband