Tryggingastofnun ríkisins 2008.


Að deila upplifunum daglegs lífs með öðrum er frekar nýleg reynsla fyrir mig, en ég byrjaði smátt og smátt að skrifa um það sem á daga mína drífur hér á blogginu.

 

Í gær neyddist ég til að fara í Tryggingastofnun ríkisins, fyrir sjálfan mig  að þessu sinni.

Mig vantaði upplýsingar vegna umsóknar um endurhæfingarlífeyri.

 

Fyrst,  hvort ég gæti aflað tekna án þess að hugsanlegar bætur yrðu skertar?

Hún: "nú,  ertu í endurhæfingarhóp?"

Ég: "nei, ég er meðal annars að bíða eftir skurðaðgerð".

Hún: " þá vinnur þú ekki mikið".

Ég: " en ef ég kem til með að geta unnið eitthvað?".

Hún: " þá máttu  hafa svona 25 þúsund krónur á mánuði".

Við reitinn um húsnæði merkti ég í leiguhúsnæði.

Hún: "ertu með húsaleigusamning?"

Ég: " ekki skriflegan".

Hún: "jæja það verður nú kannað".

(Hún veit kannski ekki að munnlegur samningur heldur ekki síður en skriflegur, enda tekið fram í lögum um leigu húsnæðis. Kannski hafði hún eitthvað annað í huga).

Hún: " er þetta þá samþykkt húsnæði"?

Ég: " það er samþykkt".

Hún: " það verður kannað".

 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1031833

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband