Falleg athöfn í Dómkirkju.

Messa í Dómkirkjunni föstudaginn langa kl. 11.


Sr. Hjálmar Jónsson prédikaði.


Athöfnin var ákaflega falleg í látleysi sínu. Sr. Hjálmar lagði (auðvitað) út af krossfestingunni  og þjáningu mannkyns fyrr og nú.

Gerði það fallega.

 

Hann las ljóð eftir dauðvona þjóðþekktan mann sem hann orti á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi; æðrulaus ljóð.

 

Eftir predikun flutti dómkórinn Ave verum corpus eftir W.A. Mozart við latneskan hymna.

Sjaldan hef ég heyrt það flutt af jafnmikilli mýkt og næmni og á dómkórinn og stjórnandi hans Marteinn Hunger Friðriksson þakkir skilið.

 

Mér sýndist að innan við 50 manns væru við athöfnina fyrir utan kór og aðra starfsmenn og var herra Sigurbjörn Einarsson brosmildur og léttur á fæti á meðal kirkjugesta ásamt Lóu Guðjónsdóttur myndlistakonu og kennara og Stefönu Karlsdóttur kaupkonu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1031762

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband