Kjarklausar mæður. Efinn nagar.

Ég var að hlýða á konuna í Kastljósi sem veit ekki hver faðir hennar er. Hún hefur áratugum saman lifað í blekkingaheimi móður sinnar og lygum og fær ekki ennþá að vita sannleikann. Sorglegra en tárum taki.

Víða er pottur brotinn og ófáar fjölskyldurnar hafa splundrast vegna kjarkleysis mæðra að segja rétt frá; hvort heldur er framhjáhaldi, eða því að hafa verið með giftum manni.

Það er engu líkara en að þessar konur geri sér  ekki grein fyrir hvað miklum sársauka þær valda afkvæmum sínum og fjölskyldum þeirra, eða er þeim bara alveg sama?

Efinn nagar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Skelfilegt að geta ekki feðrað börnin sín

Hólmdís Hjartardóttir, 27.2.2008 kl. 20:14

2 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

Það er hættuleg þróun sem er að eiga sér stað þessi síðustu ár, að mínu mati. Nefnilega mæðurnar sem eiga börnin sín "einar" og skrá engan föður við fæðingu. Hvað ef "sæðisgjafinn" er virkur og dreifir sér víða? Hvað gerist ef svo illa vill til eftir tuttugu ár að ungt par fellir hugi saman, þau finna sálufélaga hvort í öðru og jafnvel er hjónasvipur með þeim, eiga margt sameiginlegt, ólust bæði upp hjá einstæðri móður og þekktu ekki pabba sinn ... mér finnst að sjálfstæðar konur þurfi aðeins að hugsa áður en þær eiga barn "einar".  Er að bíða eftir að geta horft á kastljósið endursýnt...

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 27.2.2008 kl. 20:17

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ábyrgð mæðra er meiri margar þeirra kæra sig um að bera.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2008 kl. 20:20

4 Smámynd: Halldór Þórðarson/dóritaxi

Sorgleg staðreynd sem er mun algengari en fólk heldur

Halldór Þórðarson/dóritaxi, 27.2.2008 kl. 22:09

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það var með ólíkindum að hlusta á sögu þessarar konu.  Hélt að svona læsi maður um í bókum. En þarna er þetta blákaldur raunveruleikinn.  Það er það með því verra sem foreldrar gera, að leyna börn uppruna sínum.  Ég verð svo fjúkandi reið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.2.2008 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 1031782

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband