Veiðileyfi á Villa.

Mér sýnist að ritstjórnir 24 stunda og Morgunblaðsins hafi gefið út veiðileyfi á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson fyrrv. borgarstjóra.

Það er langt síðan að ég hef séð svo einarða afstöðu tekna gegn stjórnmálamanni; út úr orðum hans snúið og allt sem hann segir fært á versta veg og eða afbakað.

Haldi þessar ritstjórnir og Sigmar Guðmundsson Kastlýsir áfram á sömu braut, fær VÞV verðskuldaða samúð almennings og er það vel.


mbl.is Forstjóri OR álitsgjafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það rofar sjaldan til hjá aftökusveitum almennings .......

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.2.2008 kl. 14:04

2 identicon

Verðskuldaða samúð almennings!

Það getur svo sem vel verið að einhverjir vorkenni manninum. Mér finnst það eiginlega ótrúlegt að maður sem á að verða borgarstjóri í Reykjavík geti ekki komið í fjölmiðla öðru vísi en það þurfi mjög jákvæðan og einbeittan vilja til að skilja það sem út úr honum vellur ekki sem helbera lygi.

Grétar (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 15:29

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þessi orð segja allt um þig Grétar, enn ekkert um Vilhjálm.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.2.2008 kl. 15:51

4 identicon

Finnst þér Vilhjálmur koma algjörlega teinréttur og tandurhreinn út úr þessu?

Grétar (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 15:53

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það má margt finna athugavert við þær embættisfærslur sem gerðar voru á sínum tíma eða um mánaðamótin september október. Borgarstjóri gekk örugglega til þess verks að mikilli áeggjan Hauks Leóssonar, Hjörleifs B. Kvaran, Guðmundar Þóroddssonar og fleiri manna sem hann átti að geta treeyst í hvívetna. Þá er ógleymdur þáttur Björns Inga Hrafnssonar og Bjarna Ármannssonar. Enginn þessara manna hefur séð ástæðu til að biðjast afsökunar á einu né neinu. Þá er Vilhjálmur tekinn út úr hópnum af fjölmiðlum og almenningi og dauðarefsingar krafist í pólitískum skilningi.

Hvers konar siðferði viljum við hafa í þjóðfélaginu?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.2.2008 kl. 16:08

6 identicon

Hópurinn:

Björn Ingi - baðst afsökunar sagði af sér og hætti (varla bara út af jakkafötunum)

Haukur - hættur, rúinn trausti.

Bjarni - að flytja til Noregs, búinn að selja bréfin sín í REI.

Guðmundur/Hjörleifur - ekki útséð með framtíð þeirra miðað við orðróm og blaðaskrif.

Hannes - tapaði FL Group

Vilhjálmur - Leiðtogi sjálfstæðismanna í borginni og verðandi borgarstjóri.

Kannski verður hann sá eini sem ekki þarf að standa skil á þessum verkum.

All þó nokkrir Reykvíkingar vilja ekki að hann verði borgarstjóri aftur. Að minnsta kosti ekki fyrr en eftir næstu kosningar. Vegna þess að hann brást í þessu máli. Og þetta er bara ansi stórt mál, þú ert vonandi sammála um það. Ég vil það siðferði að þegar menn eru staðnir af svona stórfelldum dómgreindarbresti þá sé það við hæfi að þeir stigi til hliðar. Og helst af öllu að þeir finni það hjá sjálfum sér að gera það.

Og jú hann á alla mína samúð - því hann virðist ekki eiga vini sem geta lagt honum til góð ráð.

Grétar (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 16:28

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Björn Ingi baðst ekki afsökunar.

Haukur var rekinn enda uppvís að óheiðarleika.

Bjarni flúinn land með skömm á baki.

Guðmundur og Hjörleifur: óvíst ástand.

Hannes samur við sig.

Vilhjálmur búinn að missa embætti borgarstjóra og fólk vill meira blóð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.2.2008 kl. 16:58

8 identicon

Mér sýnist almenningur ekki samúðarflykkjast um VÞV.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 19:18

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Meira blóð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.2.2008 kl. 20:12

10 identicon

Sagði Makbeð.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 20:19

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hreinskilni þinni er viðbrugðið Fullur!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.2.2008 kl. 22:01

12 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það er bara nóg komið af vitleysunni,Heimir. Það er fallegt af þér að taka upp hanskann fyrir hann. En maðurinn á að segja af sér sjálfs sín vegna og allir sem skipulögðu og tóku þátt í REI -málinu. Líka þeir sem lyftu þessu fólki aftur til valda.

María Kristjánsdóttir, 10.2.2008 kl. 00:00

13 identicon

Sæll Heimir!

Að ætlast til þess að alllir sem komu að þessu REI hneyksli axli ábyrgð nema Vilhjálmur er nú eiginlega bara fyndið!!  

Annars held ég að ef Vilhjálmur dregur sig í hlé þá verður það út af þrýstingi innan frá en ekki utan frá.

Mamma er harður social demókrati en elskar Villa út af lífinu og vorkennir honum ógurlega þessa dagana.   Hún er líkt og þú sannfærð um að þetta sé eitt alls herjar plott gegn góðum dreng sem má ekki vamm sitt vita...

En ég spyr sjálfan mig, hvernig það má vera að aldavinur Vilhjálms.. Haukur Léó skuli hreinlega halda því fram að hann hafi oft sagt ósatt.   Einhver lýgur!!??

Jón H. Eíríksson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 01:06

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Haukur Leósson var rekinn úr stjórninni með skömm og ferill hans sýnir svo ekki verður um villst að það fer ekki maður sannleikans og heiðarleikans. Hvenær lýgur Haukur og hvenær ekki?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2008 kl. 10:40

15 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er sammála þér María varðandi að allir eigi að segja af sér sem að klúðrinu komu, en ekki að hengja eigi einn mann, Vilhjálm Þórmund. Það má vera rétt hjá Halli Hallssyni í Moggagrein í dag að Vilhjálmur Þórmundur myndi standa eftir með beinasta bakið ef hann axlaði ábyrgð og segði af sér. Þá yrði líka eftirleikurinn auðveldari að losna við undirrótina; Guðmund Þóroddsson.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2008 kl. 10:44

16 identicon

Heimir .. þú vandar ekki Hauki kveðjurnar! En voru/eru ekki Haukur og Vilhjálmur nánir vinir til 40 ára eða eitthvað???

Líkur sækir líkan heim??

Jón H. Eíríksson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 12:52

17 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki getur þú fært misgjörðir Hauks yfir á Vilhjálm, eða hvað Jón H. þrátt fyrir vinskapinn?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1031787

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband