Hvað hafa þær að bjóða?

Hafa þær eitthvað annað að bjóða en kynferðið?
Koma þær með fjármagn?
mbl.is Konur bjóðast til að setjast í stjórnir fyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hvað er að þér? ,Annað hvort ertu fram úr hófi vitlaus eða fastur 50 árum á eftir okkar tímatali!!
Fyrir utan hvað þetta er ótrúlega heimskulegt hjá þér þá ertu að djöfulsins ruddi

Lastu ekki fréttina? Það eru stjórnir Félags kvenna í atvinnurekstri og LeiðtogaAuða sem standa fyrir þessu... Og hvað sem þínum dónaskap  og fáfræði líður þá eru konurnar innan þessara samtaka fullkomlega hæfar til að sitja í stjórnum fyrirtækja og það hefur ekkert með kynferði þeirra að gera en allt með menntun og hæfni að gera

Heiða B. Heiðars, 30.1.2008 kl. 18:57

2 identicon

Hmm, hvort er nú ruddinn hérna?

Gulli (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 19:04

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Heiða, ég fullyrði að ég hafi fengið kurteisari athugasemd en þína.

Ég geri ráð fyrir að þessu tilboði kvenna sé beint til einkafyrirtækja og á þeim forsendum eiga spurningar mínar fullan rétt á sér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2008 kl. 19:08

4 Smámynd: Sævar Einarsson

ehemm Heiða ? ég verð að vera sammála Gulla, hvort ykkar er meiri ruddi ? Heimir spyr og þú ræðst á hann með þvílíkum dónaskap.

Sævar Einarsson, 30.1.2008 kl. 19:09

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ruddaskapur minn beinist þó bara gegn einum manni.... ekki heilum kynstofn

Afhverju í andskotanum ætti fólk að vera bjóða fram starfskrafta sína ef það kæmi ekki með neitt að borði nema pils? Og ég minni þig aftur á að þetta kemur frá Félagi kvenna í atvinnurekstri og LeiðtogaAuði

Og þú spurðir tveggja spurninga; Hvort þær hefðu eitthvað annað að bjóða en kynferði sitt eða hvort þær kæmu með pening inn í fyrirtækið

Þú hefur líklega boðið fram starfskrafta þína í gegnum árin með það eitt í CV-inu þínu að þú mígir standandi

Heiða B. Heiðars, 30.1.2008 kl. 19:13

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú misskilur mig Heiða og í ljósi þinnar eigin persónulýsingar fyrirgef ég þér: "Fljótfær frekjudós sem sér ekki alltaf ástæðu til að hugsa áður en hún talar. Algjörlega ónæm fyrir þolinmæði og játar á sig einstaka annmarka..... en ekkert sem tekur að tala um."

Hingað til hefur leiðin í stjórnir fyrirtækja legið í gegnum eignaraðild en ekki kynferði.

Er erfitt að skilja svona einfalda hluti?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2008 kl. 19:16

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Veistu það "sævarinn" að mér er slétt sama ;)

Hvað þætti þér um að vera spurður um hvað þú hefðir fram að færa ef þú sækir um starf?
Barkakýlið? Bassaröddina? Typpið? ....eða einhver önnur sérsvið í ljósi kynferðis þíns

Myndi virka ef þú værir að sækja um gigg í strippdansi en þér þætti nú líklega aðrar spurningar meira viðeigandi ef þú værir að sækjast eftir EINHVERJU öðru starfi

Heiða B. Heiðars, 30.1.2008 kl. 19:21

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég er ekki að misskilja nokkurn skapaðan hlut.

Þú ert að gefa þér það, að hópur menntaðra og reynslumikilla kvenna í viðskiptum hafi ekki hundsvit á því hvað þær eru að gera! Ég veit ekki af hverju þér finnst í lagi að velta því fram si sona að þær séu fávitar og að bjóða fram krafta sína á þeim forsendum að þær mígi sitjandi.

Listinn með nöfnum þessara 100 kvenna verður birtur á morgun og ég þori að hengja mig upp á að þessar konur eru ekki að reyna að komast úr fiskvinnslunni yfir í stjórn einkafyrirtæka;)

Þetta er tillögulega einfalt Heimir

Heiða B. Heiðars, 30.1.2008 kl. 19:31

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er ekki að gefa annað í skyn en að eignaraðild veitir aðgang að stjórnum fyrirtækja.

Þú ræður auðvitað sjálf hversu miklum auri þú atar þig með orðum þínum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2008 kl. 19:33

10 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æ já... þetta er náttúrulega hárrétt hjá þér Heimir!

Spurning hvort þú býður ekki fram þjónustu þína til Félags kvenna í atvinnurekstri og LeiðtogaAuði og gerir þessum kvensum grein fyrir út á hvað bransinn gengur.... Þær hafa ábyggilega ekki græna glóru

Heiða B. Heiðars, 30.1.2008 kl. 19:41

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þegar saman fara djúp greind og opinn hugur verð ég bara mát.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2008 kl. 19:53

12 identicon

Þær hafa fram að bjóða, menntun, reynslu, þekkingu, hugvit, fjármagn, hugmyndir, skoðanir og hæfileika.

Að þú skulir leyfa þér að nefna kynferðið er nákvæmlega skýringin á því að ástandið er eins og það er, - að konur hafa ekki komist lönd né strönd í áhrifum innan fyrirtækja.  Það er merkilegt að ég geti átt hlutabréf í fyrirtækjum eins og mig lystir, en hafi nánast enga möguleika á að komast til áhrifa í þeim.  Það er einfaldlega vegna þess að í áhrifastólunum sitja karlar með hugarfarið sem þú flaggar hér.

 kveðja,

Begga

Begga (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 20:27

13 Smámynd: Sævar Einarsson

Heiða: Þegar maður fer í starfsmannaviðtöl þá er spurt um flest allt nema hvort ég sé með typpi eða píku, ekki veit ég hvar þú hefur sótt um starf en ég vona svo sannarlega að þú hafir ekki lent í því að fá upp slíkar spurningar. Svo er alveg óþarfi að ráðast á mig og ef þú skoðar þín tilsvör þá ertu að gera Heimi upp þínar skoðanir með t.d. að segja "Þú ert að gefa þér það, að hópur menntaðra og reynslumikilla kvenna í viðskiptum hafi ekki hundsvit á því hvað þær eru að gera!". Hann var einfaldlega að spurja spurningar en þú ákvaðst að tapa þér gjörsamlega með svívirðingum og dónaskap.

Sævar Einarsson, 30.1.2008 kl. 20:52

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Begga, eru stallsystur þínar ekki í lokuðum kvennaklúbbum og er því ekki rökrétt að halda því til haga?

Begga og Heiða, mér finnst þið ekki kynsystrum ykkar til sóma.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2008 kl. 21:02

15 Smámynd: Heiða B. Heiðars


Kræst! Maðurinn er engan veginn að ná pointinu!! Risaeðlusyndrome;)

Heiða B. Heiðars, 30.1.2008 kl. 21:32

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hefurðu heyrt um þá ætlan stjórnvalda að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja?  Í ljósi þess markmiðs er þetta að gerast.  Finnst þér ekki hið besta mál að helmingur þjóðarinnar hafi eitthvað aðeins meira með stjórnun þjóðfélagisins að gera.

Ánnars geri ég öll gífuryrði Heiðu að mínum, hvert einasta eitt, andskotans kvenfyrirlitning og fordómar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.1.2008 kl. 22:10

17 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þið skiljið hvorug ykkar hvað ég er að fara og þvílíkan andskotans dónaskap hef ég ekki upplifað fyrr.

Hissa á sjálfum mér að leyfa svona illfyglum að skrá athugasemdir hérna.

Hvernig í ósköpunum haldið þið að svona málflutningur bæti málstað kvenna.

Heiða, Begga og núna þú Jenný Anna; ég trúi varla mínum eigin augum!

Þið værum þokkalegar í stjórn fyrirtækja. Botnlaus frekja og .............

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2008 kl. 22:25

18 identicon

Nú er ég sko aldeilis yfir mig hissa á látunum í kynsystrum mínum.

Spurt var:

Hafa þær eitthvað annað að bjóða en kynferðið?
Koma þær með fjármagn?

Líklega var Heimir að óska eftir því hvort þessar konur á listanum hefðu eitthvað að bjóða einkareknum fyrirtækjum annað en núverandi stjórnendur. Eitthvað sem að gæfi stjórnendum fyrirtækja ástæðu til þess að hafa sambandi við þær að fyrra bragði og bjóða þeim vinnu.

Ég skil ekki af hverju þessar konur geta ekki farið sömu leið og allir aðrir þ.e. að hafa samband beint við fyrirtækin og óska eftir starfi/viðtali.

Ég sé enga ástæðu til þess að hella úr einhverjum reiðarskálum og ausa fyrirlitningar orðum yfir Heimi eða aðra sem kjósa að tjá sig um þetta mál. En mín persónulega skoðun (og margra annarra) er að það er ekki jafnrétti að konur fái eitthvað af því að þær eru konur. Það er heldur ekki jafnrétti að karlar fái eitthvað af því að þeir séu karlar. Jafnrétti er þegar tekið er tillit til hæfni, reynslu og getu umfram allt annað.

Kveðja Hólmfríður.

Hólmfríður (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 22:57

19 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka Hólmfríður málefnalega athugasemd:-)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2008 kl. 23:00

20 identicon

Það dónalega í þessari umræðu var upphaflega spurningin:  "Hafa þær upp á eitthvað að bjóða annað en kynferðið?"

 Þar talar höfundurinn eins og konur séu ekkert annað en kynferðið.  Ég veit ekki hvers konar konur Heimir hefur umgengist, en þær konur sem ég þekki eru undantekningalítið, eldklárar, kunna að taka skynsamlegar ákvarðanir, og eiga margar hverjar næga peninga. 

Ég veit ekki hvaða lokaða kvennaklúbba þú ert að tala um Heimir, - það er kannski eitthvað til að drepa umræðunni á dreif og losa sjálfan þig út úr því sem þú átt augljóslega engin svör við.

Hvernig datt þér eiginlega í hug að konur hér tækju því með þögninni að þú opinberaðir svo forpokaðar skoðanir á kvenfólki. 

Og að lokum:

Að sjálfsögðu er það botnlaus frekja að ætlast til þess að vera virtur sem þátttakandi í samfélaginu á við aðra. Ef þú kýst að nota það orð yfir kröfu um almenn mannréttindi, þá er ég stolt af því vera botnlaus frekja. 

Begga (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 00:55

21 Smámynd: Sævar Einarsson

Mjög áhugavert svo ekki sé nú meira sagt, Jenný farin taka undir svona svívirðingar, áhugavert mjög. Og Hólmfríður, þú komst nákvæmlega með svörin sem spurt var um, kannski Heiða hafi farið öfugt frammúr í morgun

Sævar Einarsson, 31.1.2008 kl. 00:55

22 identicon

Hér eru smá upplýsingar fyrir Heiðu og fleiri sem taka stórt upp í sig um það sem þær virðast ekki geta skilið.

Stjórnir fyrirtækja eru almennt skipaðar eigendum fyrirtækjanna eða stórum hluthöfum í félögum, með öðrum orðum, stjórnarmenn eru í stjórninni til að passa sína eigin peninga. Þarna er því ekki um venjulega launavinnu að ræða. Þess vegna er ekki auglýst eftir stjórnarmönnum fyrirtækja í atvinnuauglýsingum.

Ef konur hafa raunverulegan áhuga á að komast í stjórn fyrirtækis ættu þær að fara að eins og karlmennirnir, sem sagt stofna fyrirtæki eða kaupa sig þar inn.

Ein spurning til Heiðu: Hvers vegna eru ekki fleiri konur í stjórnum stórra fyrirtækja?

maggi (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1031771

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband