Vantraust á Lánstraust. Fúll viðskiptavinur Landsbankans.

Ég fékk synjun frá Landsbanka Íslands í morgun við umsókn minni um greiðslukort með lágmarks úttektarheimild og aðallega hugsað til að rétta KR mánaðarlega tíund.

Ástæðan sögð vera sú að ég sé á vanskilaskrá hjá einkafyrirtæki út í bæ sem kallar sig Lánstraust.

Þetta fyrirtæki dirfist að leggja stein í götu mína með upplognum upplýsingum um að ég skuldi einhverjum eitthvað og að það sé í vanskilum.

Lánstraust er ekki beðið að færa sönnur á orð sín. Nei, ég er beðinn að afsanna að Lánstraust fari með rétt mál.

Ég lýsi miklu vantrausti á Landsbankann og Lánstraust fyrir slík vinnubrögð sem eru réttarríkinu Íslandi til skammar.

Ég bað stúlkuna í Grafarholtsútibúi Landsbankans að skrá í bankabækur að ég sé fúll. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Heimir minn.

Ef að ég vildi fá upplýsingar um alla Bankana þannig að ég hefði um þá upplýsingar,sem þeir vissu ekki.

Hvert get ég snúið mér.

Vantraust er fyrirtæki sem alla tið hefur ekki haft gott orð á sér,og af hverju ætti það að breytast.

Þeir eru verndaðir með lögum .Hverjum í hag.?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 12:36

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sæll Þórarinn.

Það kostar mig 350 kr. að fá upplýsingar í gegnum Einkabankann hjá Landsbankanum um meintar skuldir.

Starfsfólk Landsbankans segir: "Það er betra fyrir þig að láta Lánstraust leiðrétta þetta." Sem þýðir: " Ef þú ferð ekki að leikreglum okkar, hlýtur þú verra af". Sem aftur er orðalag samtaka með uppruna á Sikiley.

Mér þykir einsýnt að ekki gangi að berja hausnum við stein Þorsteinn og hlýt því að lúffa fyrr en seinna. Ég held mikið seinna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.1.2008 kl. 12:52

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Lítið einkalíf :(

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.1.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 1031749

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband