Það sem allir skyldu varast er að fárast yfir ógefnum gjöfum.

Heilræði.

Það sem allir skyldu varast er að fárast yfir ógefnum gjöfum.

Skammdegisþankar í Þ-dúr.


Náhenda með þráhyggjubrag.


Að hætta á hentugum tíma
hýrunni á,
hún leggur sig í líma
launhirðin þá.

Að hirða af mér hrygginn
heldur nálegt er.
Nálega náboran
nýtir sér.

Að hætta á hentugum tíma
heldur fulltrúinn
hann svíkur mig um skattinn
enn um sinn.

Að spara fólki skattinn
saklaust telja má.
Tekur af mér tollinn
fulltrúinn þá.

Að lokið sé launum
lúra þeir á.
Í desember datt þó inn
dámygla smá.

Litlir karlar  leggjast á
liggjandi mann.
Þeim til frægðar færa má
fantaskapinn þann.

Hátt í hatursmælingum
hyllir undir topp.
Síst vil ég með skrælingjum,
og segi því stopp.

Ekki getur bitur karl þó alveg hætt.

Lokið er að lasta nú
loksins þagna kann.
Fláráður fagnar jú
því fulltrúinn vann.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1031741

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband