Fleiri framkvæmdastjórar funda með eigendum sínum og Náhirðin hjá Strætó boðar til neyðarfunda.

Mikil og hatrömm barátta er háð hjá Strætó um þessar mundir. Tekist er á um það grundvallaratriði hver eigi að stjórna fyrirtækinu.

Það segir sig sjálft að  Náhirðin er engan veginn fær um það enda ráðin til annarra starfa og getur ekki vænst þess að tíminn verði færður aftur um 30 ár.

Tími framkvæmdastjórnar og eigenda er kominn og hefur Reynir Jónsson framkvæmdastjóri sýnt góða takta þótt slagkrafturinn sé stundum ívið of mikill. 

 Ég vil benda á bloggfærslu öryggistrúnaðarmanns hjá Strætó á moggabloggi í gær. Þeir sem til þekkja vita að öryggistrúnaðarmaður þessi er hluti af Náhirðinni sem telur sig "eiga" Strætó eins og hann leggur sig með manni og mús.

Náhirðin hefur lagt starfsmenn í einelti og beitt sér fyrir skerðingu tekna þeirra í þeim tilgangi að þeir hafi hægt um sig 

Öryggistrúnaðarmaðurinn  sem er nýkomin af námskeiði m.a. um mannleg samskipti vegur að öllum þeim sem eru henni ekki sammála. Fyrri stjórnendur fyrirtækisins fá líka að heyra það.  Svo ég tali ekki um fyrrverandi trúnaðarmenn og annað samstarfsfólk.

Allir hugsandi menn hjá Strætó sjá að þessum hjaðningavígum verður að linna.

Náhirðin hefur aldrei litið glaðan dag og mun ekki gera. Henni ber að splundra.

 


mbl.is Benítez fundaði með eigendunum
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Hvar er téða færzlu öryggistrúnaðarmanns að finna?

Sigurjón, 17.12.2007 kl. 09:36

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Öryggistrúnaðarmaður sem vegur að starfsöryggi umbjóðenda sinna er á villigötum að mínu mat. Með öðrum orðum hefur hann farið af leið.

slóðin er: siggahilmars.blog.is/blog/siggahilmars/entry/391952/

Heimir. 

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.12.2007 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1031848

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband