Af óförum vagnstjóra.........

Þegar trúnaðarmannahópurinn datt í það og fór drukkinn á Hlemminn um daginn varð trúnaðarbrestur innan fyrirtækisins.
Það á að vera öllum starfsmönnum ljóst að drukknu fólki er vísað frá skiptistöðinni á Hlemmi hvort heldur það eru "fastagestir eða "fastastarfsmenn".
Vakthafandi varðstjóra var gert viðvart en hann heyktist á að gera nokkuð í málinu svo Magnús öryggisvörður hjá Öryggismiðstöð Íslands sá sig knúinn að láta framkvæmdastjóra Strætó bs. vita af ástandinu. Þegar þeir Reynir Jónsson frkv.stj. og deildarstjórinn Steindór Steinþórsson komu á Hlemminn voru þau farin fyrir stuttri stund, utan einn.
Ef þau hefðu nú bara látið svo lítið að biðjast afsökunar á framferði sínu hefði málið verið dautt.
Nei, í staðinn láta þau öllum illum látum senda kærur hingað og þangað um borgina og krefjast áminninga á framkvæmdastjóra Strætó bs. og það ekki í færri en sjö liðum.
Þá birtu þau opinberlega óhróður um miðasölukonu á Hlemmi sem þau telja undirrót allrar sinnar ógæfu. Óhróðurinn var birtur á heimasíðu þeirra og að auki hefur hann verið prentaður út og dreift á viðverustaði starfsmanna Strætó og  persónulega maður á mann svo allir mættu sjá hver ætti meinta sök á niðurlægingu þeirra sjálfra.
Þeim væri nær að biðja miðasölukonuna afsökunar á frumhlaupi sínu og Magnús öryggisvörð sem sagðist hafa: "verið að vinna sitt starf".
Afsökunabeiðnina þyrftu þau að birta á jafn áberandi stöðum og óhróðurinn til að jafna leikinn.
Síðan fær Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar þau til að skilja að þau eru að selja vinnu sína gegn umsömdu gjaldi og að þau þurfa að uppfylla ákvæði gildandi kjarasamnings ekki síður en vinnuveitandi.

Með sama áframhaldi stefnir hraðbyri í einkarekstur.

Er það það sem starfsmenn Strætó bs. vilja?


Þeir sem undirrituðu óhróðurinn voru:

Jóhannes Gunnarsson, 1. trúnaðarmaður,
Friðrik Róbertsson, 2. trúnaðarmaður,
Ingunn Guðnadóttir, 3. trúnaðarmaður,
Guðmundur Ingi Pétursson, varatrúnaðarmaðurog

Ingólfur E. Skarphéðinsson varatrúnaðarmaður.

Þess skal getið að þau hafa öll sagt af sér trúnaðarmennskunni (enda sjálfgert). 

P.s.

Upplýsingafulltrúinn ,tengillinn við DV, sem við getum kallað A.... hefur verið afar ötull í að grafa undan virðingu vagnstjóra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 1031811

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband