Reynsla mín af starfi vagnstjóra hjá Strætó bs. Kapítuli 1.

Þegar ég lít um öxl eftir nær fjögurra ára starf sem vagnstjóri hjá Strætó bs. hefur ótal margt á daga mína drifið bæði í leik og starfi. Um áratuga skeið hefur almenningur annað slagið fylgst með ýfingum og deilum vagnstjóra við sína yfirmenn. Fólk hefur spurt sig í undrun hvað valdi þessum sífelldu irringum og pirringi vagnstjóra því ekkert hefur heyrst frá öðrum starfsmönnum fyrirtækisins. Hvað er þá svo sérstakt við starfsaðstöðu vagnstjóra sem framkallar sífellda óánægju ár eftir ár. Ég hef komist að ýmsu í mínu starfi og sem trúnaðarmaður s.l. tvö ár og ætla að gera grein fyrir þeim skoðunum sem ég hef myndað mér í þessum pistli og ef til vill fleiri.
Ef brjóta á ástandið til mergjar þarf að sjálfsögðu að greina það í a.m.k. tvennt þ.e. vagnstjórana sjálfa og svo yfirmennina.
Fyrst um starfið.

Vagnstjórastarfið er vandasamt ef á að sinna því vel. Fyrir utan það að vera fær í akstri stórra bifreiða þarf viðkomandi ekki síður að vera fær í að lesa umferðina, því á álagstímum þarf mikla leikni til að komast leiðar sinnar á tilskyldum tíma með t.d. framhaldstengingar viðskiptavinanna að leiðarljósi.

Framkoma vagnstjóra við viðskiptavininn getur skipt sköpum um hvort hann velur sér þennan samgöngumáta eftir fyrstu kynni sína af þjónustunni. Ég get tekið dæmi af sjálfum mér þegar ég hugðist fyrir margt löngu nota strætóferðir til og frá vinnu en hætti eftir tvo daga vegna ókurteisi vagnstjóranna sem ég hitti. Við kynni mín og reynslu af starfinu hefur komið í ljós að sama hversu þjónustulundaður maður er í upphafi og eitthvað frameftir vaktinni, fer mesti glansinn af framkomu manns eftir um 7 klukkustundir undir stýri og hundruð viðskiptavina. Ég greip mig stundum í því eftir 10 til 11 tíma akstur í Reykjavíkurumferðinni að vera orðinn ansi stuttorður og jafnvel ókurteis við okkar ágætu viðskiptavini. Viðskiptavinirnir eru allavegana og framkoma þeirra ekki alltaf til sóma og reynir því enn meira á þolinmæði vagnstjórans en ella.
Vagnstjórarnir koma úr misjöfnum jarðvegi ef svo má að orði komast. Það virðist mjög lítið um að vagnstjórar velji sér starfið af beinum áhuga á starfinu sem slíku. Þó eru þeir til sem hafa þann áhuga á akstri og umgengni við viðskiptavinina, farþegana að þeir hafa valið vagnstjórastarfið starfsins vegna. Þeir eru í miklum minnihluta.

Framhald síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snýst um laun ekki áhuga.

Páll (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sammála þér Páll.

Gylfi er á sama máli og ég það verður að skoða allar hliðar teningsins ef á að meta hann rétt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.11.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1031783

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband