Orðsnilld herra Sigurbjörns bera okkur til hæstu hæða

Mér þykir val verðlaunahafa á degi íslenskrar tungu afskaplega vel heppnað að þessu sinni. Herra Sigurbjörn hefur haldið vönduðu og vel grunduðu máli að þjóðinni í áratugi svo vel að hann á fáa sér líka. Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hlýða á hugvekjur hans á kyrrðardögum í Skálholti í dymbilviku um árabil. Þar hefur hann borið okkur á vængjum orðsins um víðan heim, svo ógleymanlegt er.
Ég minnist þess að afi minn Eggert Lárusson Fjeldsted taldi hann mestan andans mann á landinu þá og það var fyrir 1960; ég er sammála afa.
Hafi herra Sigurbjörn Einarsson ávallt þökk fyrir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tek allshugar undir að Sigurbjörn var mjög vel að þessari viðurkenningu kominn.

Hann hefur ætíð verið frábær ræðumaður, þar sem ekki aðeins eru uppfullar af fræðslu heldur stundum skemmtilegu gríni. Má t.d. nefna eftirminnilega ræðu, þá sem hann flutti í Skálholtskirkju á Skálholtshátíð í fyrrasumar.

Já eldra fólkið veitti snemma Sigurbirni gaum. Þegar fyrstu messurnar voru fluttar í sjónvarpi þá prédikaði Sigurbjörn byskup. Amma mín sussaði þá gjarnan á krakkana því ekki vildi hún missa af einu einasta orði.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.11.2007 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 1031738

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband