Haltu mér slepptu mér aðferðin.

Mér finnst skjóta skökku við að nýkjörnir fulltrúar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar (StRv) skuli halda áfram að skipta við lögmannsstofu sem ekki er í samvinnu við StRv. Jóhannes Gunnarsson var búinn að greiða úr eigin vasa tæpar hundrað þúsund krónur að eigin sögn og búinn að fá skýrslu í hendur.
Hann ámálgaði við StRv að það greiddi honum þennan útlagða kostnað en formaður StRv Garðar Hilmarsson tjáði honum á fundi með okkur að það myndi félagið ekki gera. Þessi lögmannsstofa væri ekki sú stofa sem félagið hefði samning við. Auk þess væri lögfræðingur á vegum BSRB.

Samt halda kjörnir fulltrúar StRv að skipta við sömu lögmannsstofu. Ekki er tryggðin við félagið mikil í upphafi kjörtímabils.
Enda er þetta fólk þekkt af því að vilja segja skilið við félagið sem það sóttist eftir að vera fulltrúar fyrir.

Það vekur athygli að Starfsmannafélag SVR leggur ekki lengur nafn sitt við söfnunina hvað sem veldur.

Af heimasíðu fulltrúa:
"1500 kall á mann!
Nú þurfum við að leita til starfsmanna til að safna fyrir lögfræðikostnaði sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar mun ekki taka þátt í. Síðan síðustu kjarasamningar voru gerðir hefur hópur innan vagnstjórahópsins talið að ýmislegt sem gert hefur verið í niðurskurði á "launakostnaði" hafi orkað tvímælis. Nafn heimasíðunnar "Gráa svæðið" er komið vegna samningstúlkanna á sumum af þessum málum. Því var úr að, við nokkur, kostuðum aðstoðina úr eigin vasa (peningum vel varið). Í dag er kostnaðurinn kominn eitthvað á annað hundrað þúsund. Það styttist í að við förum yfir niðurstöður í þessu máli. Allavega er þetta góður undirbúningur fyrir næstu samningagerð.

Fyrsti reikningur hljóðaði upp á 88.000 krónur. Ekki er enn ljóst hver lokatalan verður en við höfum óskað eftir meiri vinnu og mati á nokkrum málum. Við munum ekki stjórna söfnuninni sjálf til þess að allt sé uppi bæði um kostnað og útgjöld.

Samningurinn okkar rennur út 31. október 2008. Við leitum nú til starfsmanna um framlög til þess að greiða þennann kostnað. Ef hver og einn greiðir 1500 krónur gæti jafnvel orðið afgangur sem við gætum nýtt til frekari dáða á þessu sviði."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 1031756

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband