Nýi framkvæmdastjórinn lofar góðu.

Á tveimur fundum sem Strætó hélt á Grand í gær var nýi framkvæmdastjórinn okkar kynntur, öllu heldur kynnti hann sig sjálfur.
Hann kemur mjög vel fyrir, ákveðinn, áræðinn, fylginn sér og virðist hafa næman skilning á rekstri og tölulegum staðreyndum.
Hann er sennilega búinn að reikna út hversu miklu fé er sóað í aksturinn eftir Hverfisgötunni og framhjá ráðhúsinu og Háskólanum.

Hann upplýsti okkur um að Strætó hef'i á tvo hundruð milljónir króna við upphaf byggðasamlagsins, en skuldaði nú fimm hundruð og fimmtíu milljónir. Með öðrum orðum hefði tapað 750 miiljónum króna á fimm árum umfram það sem ráð var fyrir gert.

Endurfjármögnun er því nauðsynleg því það hlýtur að vera óbærilegt að reka fyrirtækið á dýrum lánum.

Reynir Jónsson heitir hann og hann sagði okkur líka að slæmt orð færi af okkur vagnstjórum fyrirtækisins. Hann skýrði það ekki frekar; hvar hann hefði heyrt þetta, hversu slæmir við værum eða á hvern hátt, hvort við værum slæmir við viðskiptavini fyrirtækisins, forráðamenn, forstöðumann, stjórn fyrirtækisins eða eitthvað allt annað.
Eftir sitjum við hnípin því við erum öll af vilja gerð að standa okkur í starfi og reynast viðskiptavinum vel.

Þá kom fram hjá Reyni að hann vill hvorki röfl frá starfsmönnum né bjánalegar spurningar.

Þar sem ég get ekki lofað neinu í þessu sambandi ætla ég að ...............

Ármann Kr. Ólafsson stjórnarformaður kom á fundinn og vegna tillitssemi við hann ætla ég ekki að greina meira rá þeirrri heimsókn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband