Stjórnkænska R-listans sáluga?

Byggðasamlag um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu Strætó bs. er samsett  af sjö sveitarfélögum. Hlutur hvers sveitarfélags er mismunandi stór og fer eftir hve mikil þjónusta er keypt af byggðasamlaginu.

Mér skilst að Reykjavík eigi 65% eða öllu heldur greiði 65% af rekstrarkostnaði við Strætó.

Hjá Strætó starfa um 260 menn og konur auk starfsfólks undirverktakanna sem sjá um samgöngur í Hafnarfirði, Álftanesi, Garðabæ og Kópavogi. Samtals giska ég á að starfsfólkið sé yfir fjögur hundruð.

Nú ber svo við eftir sveitarstjórnarkosningar í liðnum mánuði kemur að hluta til eða að mestu leyti nýtt fólk til starfa í sjö manna stjórn samlagsins. Flestum þykir einsýnt að Reykjavík fái stjórnarformanninn. Málið er ekki svona einfalt því R-listinn var búinn að binda svo um hnútana að eitthvert nágrannasveitarfélagið (Kópavogur?) fær formanninn.

Nú geta nágrannar okkar farið að ráðskast með fjármuni borgarinnar í krafti stöðu sinnar því miklu getur formaður og fimm önnur atkvæði af sjö ráðið um framvindu mála.

Er þetta stjórnkænska?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband