Reiðilestur útvarpsstýru. Hélt um tíma að hún væri að meina það sem hún sagði.

Alveg hefur mér blöskrað reiðilestur útvapsstýrunnar á Sögu undanfarna tvo morgna.
Hún hefur haldið þrumandi ræður til varnar skuldurum sem eiga að koma til Sýslumannsembættisins og benda á eignir eða eignaleysi.

Atli Gíslason lögmaður greindi frá því í DV í gær að þarna væri aðallega um að ræða menn sem skulda laun og launatengd gjöld og því nauðsynlegt kröfuhafa að þeir komi svo gera megi árangurslaust fjárnám ef engar eignir eru svo ríkið geti komið inn í málið og greitt viðkomandi launin sín.

Nei frúin hefur allt á hornum sér og ryður úr sér óbóta skömmum yfir landslýð.

Í morgun hringdi inn sá mæti og greindi maður Kristinn Snæland og reyndi að koma vitinu fyrir frúna, en þá æstist hún um allan helming og sakaði þennan heiðursmann sem alltaf er tilbúinn að taka upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín um að vilja halda hlífiskildi yfir nauðgurum og morðingjum.

Hún sagði menn tryllast gegn skuldurum en vilja sleppa mönnum sem nauðguðu, myrtu og skæru fólk á háls.

Að vonum fauk í Kristin.

Þá sakar hún RÚV um að bregðast skyldum sínum með því að taka ekki undir formælingar hennar og gat þess að hún væri ein fárra hér á landi (þar sem hún er með prófskírteini frá norskum blaðamanna háskóla) sem væri hæf um að leggja mat á fréttnæmi viðburða.

Um tíma í morgun hélt ég að hún væri að meina það sem hún sagði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

:)  Það hefur nú ekki verið til siðs á stöðinni atarna. Verður gaman að sjá hver verður þróunin á nýrri stöð Hrafnsins

Baldvin Jónsson, 1.3.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1031846

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband