Persónunjósnir vodafone

Hvernig má það vera að starfsfólk vodafone hefur aðgang að smáskilaboðum viðskiptavina sinna. Hlera þeir líka símana og hljóðrita símtöl?
mbl.is Meiriháttar klúður og mögulega lögbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jú það er einmitt lóðið, eins og þessi gögn bera klárlega með sér.

Ekki síður athyglisvert að skráin sem inniheldur SMSin skuli heita "greind.sql"

Ætli það sé nokkuð skammstöfun á Greiningardeild Ríkislögreglustjóra?

Það skyldi þó aldrei vera að þetta hafi verið liður í "þjóðaröryggisúttekt"...

NB. Þetta eru ekki aðeins upplýsingar um send skeyti, heldur innihald þeirra líka.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.11.2013 kl. 18:31

2 Smámynd: Einar Örn Gissurarson

"Hvernig má það vera að starfsfólk vodafone hefur aðgang að smáskilaboðum viðskiptavina sinna."

Mig langar að útskýra tæknilegu ástæðuna fyrir því að þeir séu að geyma þessi gögn.

SMS skilaboð eru send með svokallaðri milliliðasendingu, þar sem lágmark 3 aðilar koma við sögu. Þar höfum við sendandann, sem skrifar skilaboðin, mótakann, sem skilaboðin eru ætluð og milliþjóninn, sem sér um að skilaboðin komist til skila.

Þegar svona skilaboð eru send, tekur þjóninn fyrst við gögnunum og geymir hjá sér. Því næst reynir þjóninn að finna móttakann og áframsendir svo skilaboðin til hans. Ef móttakinn getur ekki tekið við skilaboðunum (upptekinn/utan þjónustusvæði/o.s.frv) mun þjóninn halda áfram að reyna þangað til skilaboðin komast til skila.

Í stuttu máli: Smáskilaboðin eru geymd til að tryggja að þau komist til skila. Eftir það er það ákvörðun þjónustuaðilans, varðandi hvernær það má henda þessum gögnum. Persónuverndarlög kveða á að það megi ekki geyma þau lengur en í 6 mánuði, þannig að hér er um lögbrot að ræða (gögn náðu allt að 3 ár aftur í tímann).

Og varðandi hljóðupptökur, þá er svarið nei. Símfyrirtæki hljóðrita ekki símtöl, nema lögreglan hafi óskað eftir því. Það þarf ekki að hljóðrita samtöl vegna þess að símtöl fara í gegnum öðruvísi kerfi, sem krefst ekki að gögn séu geymd, til að klára sendinguna.

Einar Örn Gissurarson, 1.12.2013 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1031775

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband