18.2.2007 | 13:42
Messa.
Fór í kirkju í morgun kl. ellefu.
Það var orðið svolítið langt síðan ég fór síðast og var farinn að sakna fallegrar tónlistar og orðs Guðs. Þegar ég kom að anddyri Dómkirkjunnar barst á móti mér undurfagur kórsöngur og er inn var komið sá ég stóran kór stúlkna æfa sig fyrir messuna í tröppunum að altarinu.
Óvenju margt var í kirkjunni því það tíðkast að sjálfsögðu að ömmur,afar, systur, mæður, feður og bræður auk annarra skyldmenna skundi í kirkju þegar litla daman í fjölskyldunni syngur opinberlega.
Sagði mér kona á næsta bekk fyrir framan að ömmustelpan hafi fengið að gista og væri að fara með Stúlknakór Reykjavíkur til Ítalíu í sumar.
Dómkórinn fékk frí í dag, en ekki hann Marteinn H. Friðriksson sem lék á orgelið við messuna, en aðallega þó í messusvörunum.
Annars lék Arnhildur Valgarðsdóttir á píanó með stúlkunum sem Margrét Pálmadóttir stjórnaði af alkunnri smekkvísi og fágun.
Stúlkurnar sungu lögin: Barn þitt vil ég vera, Ég vil dvelja í skugga vængja þinna og My Lord what a morning.
Yndislegur söngur og öllum til sóma.
Séra Bára Friðriksdóttir þjónaði ásamt Ástbirni Egilssyni meðhjálpara auk Marteins H. Friðrikssonar sem fyrr er getið.
Lagði hún í predikun sinni út af klámráðstefnunni sem verður hér í byrjun mars ef ég veit rétt og í því sambandi svívirðilega meðferð barna í klámframleiðslu og á svokölluðum betrunarheimilum hérlendis.
Mæltist sr. Báru vel og fórum við kirkjugestir heim með gott andlegt veganesti.
Konur til hamingju með daginn.
Þjóðkirkjan og prestafélag Íslands harma klámráðstefnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir hamingjuóskirnar. Þetta hefur verið ánægjuleg kirkjuferð í alla staði.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.2.2007 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.