Messa.

Fór í kirkju í morgun kl. ellefu.
Það var orðið svolítið langt síðan ég fór síðast og var farinn að sakna fallegrar tónlistar og orðs Guðs. Þegar ég kom að anddyri Dómkirkjunnar barst á móti mér undurfagur kórsöngur og er inn var komið sá ég stóran kór stúlkna æfa sig fyrir messuna í tröppunum að altarinu.
Óvenju margt var í kirkjunni því það tíðkast að sjálfsögðu að ömmur,afar, systur, mæður, feður og bræður auk annarra skyldmenna skundi í kirkju þegar litla daman í fjölskyldunni syngur opinberlega.

Sagði mér kona á næsta bekk fyrir framan að ömmustelpan hafi fengið að gista og væri að fara með Stúlknakór Reykjavíkur til Ítalíu í sumar.

Dómkórinn fékk frí í dag, en ekki hann Marteinn H. Friðriksson sem lék á orgelið við messuna, en aðallega þó í messusvörunum.
Annars lék Arnhildur Valgarðsdóttir á píanó með stúlkunum sem Margrét Pálmadóttir stjórnaði af alkunnri smekkvísi og fágun.
Stúlkurnar sungu lögin: Barn þitt vil ég vera, Ég vil dvelja í skugga vængja þinna og My Lord what a morning.
Yndislegur söngur og öllum til sóma.

Séra Bára Friðriksdóttir þjónaði ásamt Ástbirni Egilssyni meðhjálpara auk Marteins H. Friðrikssonar sem fyrr er getið.
Lagði hún í predikun sinni út af klámráðstefnunni sem verður hér í byrjun mars ef ég veit rétt og í því sambandi svívirðilega meðferð barna í klámframleiðslu og á svokölluðum betrunarheimilum hérlendis.
Mæltist sr. Báru vel og fórum við kirkjugestir heim með gott andlegt veganesti.

Konur til hamingju með daginn.


mbl.is Þjóðkirkjan og prestafélag Íslands harma klámráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Takk fyrir hamingjuóskirnar. Þetta hefur verið ánægjuleg kirkjuferð í alla staði.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.2.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1031710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband