Heilbrigt geð

Morgunblaðið er eitt fjölmiðla sem hefur tekið hanskann upp fyrir geðsjúka hér á landi. Aðáunarverðir greinflokkar um þennan algenga sjúkdóm hafa birst á síðum blaðsins, en sjaldnast vakið umræður.

Fjölmargar fjölskyldur eiga um sárt að binda vegna einstaklings eins eða fleiri innan þeirra vébanda og oftar en ekki er farið með svo viðkvæm mál sem mannsmorð.

Þau skeið geta komið í lífi sérhvers manns að hann eigi í andlegum erfiðleikum eftir til dæmis atvinnumissi, skilnað, fráfall maka, barns eða annars náins, fjármálaerfiðleika eða gjaldþrot svo eitthvað sé nefnt.

Fólk á erfitt með að bera sig upp við fagaðila, sem sumir hverjir bregðast trúnaði og trausti sem aftur eykur vanda viðkomandi til muna og hann situr einn eftir með erfiðleikana.

Sumt svokallað fagfólk á fullt í fangi með eigin erfiðleika, eins og til dæmis prestar að þeir eiga ekkert aflögu fyrir aðra.

Vandamálin eru mörg og margvísleg  og lausnir ekki alltaf auðsýnar.

 Verstir eru fordómar starfsmanna geðheilbrigðisþjónustunnar sem líta oft á afbrigðilega hegðun sjúklinga sem fyrirtekt og frekju ef ekki þá ekki eitthvað enn verra.

Ég hef starfað að þessum málum meira og minna í hátt í þrjátíu ár sem aðstandandi og kynnst ótrúlegustu fordómum og undarlegheitum hjá læknum, hjúkrunarfólki, starfsmönnum athvarfa, presti o.fl. 

Morgunblaðinu er treystandi til að halda umræðunni áfram og upplýsa fagfólk sem almenning. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slæmt er það þegar að starfsmenn geðheilbrigðis eru ekki vandanum vaxnir, gott hjá þér að vekja máls á þessum erfiða sjúkdómi.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 07:25

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góð færsla Heimir!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.3.2012 kl. 09:38

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Morgunblaðið stendur fyrir traust og verður 100 ára á næsta ári. Áfram Moggi.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.3.2012 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband