Betur ógert

  • Bryndís, þú átt alla samúð mína, en betur hefði verið að sleppa þessum skrifum, þau kalla bara á svar og etv. frekari upplýsingar.
  • Málið í heild er sorglegt.
  • Öllum getur orðið á.
  • Sendiboðinn er ekki sekur heldur sá er upphafinu veldur.

mbl.is Mannfyrirlitning í skrifum Þóru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Grein Bryndísar Schram er skiljanleg, en samt óskiljanlega úr jafnvægi. Þar er að finna árás á bæjarstjóra á Dalvík, sem leyft hefur sér að hafa skoðun á málinu eins og allir geta haft, þótt þetta sé fyrst og fremst fjölskyldutragedía, sem einn maður, sem var satýr í hybrisham í veikleika sínum, er valdur að. Í greininni er Bryndís með árás á dóttur sína andlega veika, sem sýndi þolandanum í þessu máli þó skilning og samkennd. Hvar er skilningur Bryndísar með barni systur sinnar og hvað gerði hún þegar hún var beðin um hjálp?

Samkvæmt greininni er Jón nú orðinn þolandinn. Bryndís tala um ásakanir um barnaníð. Ekki hef ég séð það í umræðunni. Hún gefur í skyn að það sé pólitískt samsæri í gangi gegn manni sínum. Hvar eru sannanir fyrir því? Þetta virkar á mann sem örvæntingafullar dylgjur.

Þetta gerir greinina alla ótrúverðuga eins og þá yfirlýsingu, að það sé leyfilegt í sumum löndum Suður-Ameríku að atast í börnum með klámkjafti og vergirni. Það er einfaldlega ekki eðlilegt samkvæmt flestum stöðlum samfélagsins - og ekki lifum við á tímum Viktoríu drottningar.

Ef hjónin Jón og Bryndís telja að sér vegið af systurdóttur Bryndísar, og þjóðfélaginu og ritstjóra blaðs, þá er aðeins eitt fyrir þau að gera, að fara í mál.

Sumt má þó kyrrt liggja.

Jón Baldvin Hannibalsson hefur um ævina sýnt að hann er fær maður, en eins og flestir hefur hann líka bresti og á það við um marga í stétt pólitíkusa. Hann er og var umdeildur, en þetta mál er ekki pólitískt og ekki árás pólitískra andstæðinga hans. Þetta mál um siðferðislega túlkun. Nú er það svo, að ekki er talið ásættanlegt að fullorðnir menn geri það sem Jón Baldvin gerði gagnvart systurdóttur konu sinnar. Ég ef viss um að eftir 50 ár, já jafnvel 500 ár, verði enn ekki í lagi að senda klámkjaft til óharnaðra unglinga á bréfsefni opinberra stofnanna.

Jón er ekki fórnarlambið og málið er upplýst.

Þetta er leiðinlegasta mál og vonandi er að fjölskyldurnar sem eigi í hlut eigi eftir að lækna sín sár. Við hin sem ásökuð eru um að lepja þessa óhamingju í okkur er enn meira ljóst en áður, að þeir sem stjórna okkur eru ekki fullkomnir og vonandi gera hinir háu herrar sér grein fyrir því. Þá er von fyrir Ísland.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.3.2012 kl. 08:57

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Tek hér undir með Vilhjálmi Erni

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.3.2012 kl. 14:37

3 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Þetta var unglingsstúlka og það var brotið á henni, hún var varnarlaus og óþroskuð,það er glæpur.

Jón var skemmtilegur karl og Bryndís hafði alla burði til að faraá Bessastaði en ég tel þetta mál hafi stöðvað þann draum.

Jón kom okkur í Schangen eins og fleiri, erlent og íslenskt glæpahyski veður hér uppi, þökk sé Schengen samningnum.

Í upphfi skal endirinn skoða

Bernharð Hjaltalín, 16.3.2012 kl. 19:57

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sammála þér Benni. Það er engu líkara en rauðvínsþoka velmektaráranna villi þeim hjónum sýn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2012 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 1031853

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband