Vatnsíblöndun matvæla.

Sá áðan kynningu á Kompásþætti sem verður á dagskrá Stöðvar 2 n.k. sunnudag, þar sem fjallað vedrður um vatn í matvælum.
Polyfosfat hefur verið notað í íslenskum matvælaiðnaði um áratuga skeið. Polyfosfatið bindur vatn sem kostar 0 kr. og er selt á fisk- eða kjötverði.

Þetta hefur verið stundað hér á landi lengi eins og áður segir og almenningur hefur ekki sýnt þessu neinn áhuga þótt ég hafi bent á það á opinberum vettvangi.

Ef við tökum dæmi af 1 kg. af nautakjöti sem selt er á t.d. 4.000 krónur og bara 10% af þyngdinni er viðbætt vatn eru það 100 gr. og við kaupum það á 400 krónur.

Þetta viðgengst í ýmsum fiskafurðum, skinku, pylsum og bara ótal kjötafurðum.

Ef einhver heffur áhuga á að kynna sér umfang málsins bendi ég viðkomandi á að kynna sér magn polyfosfats sem flutt er til landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gamall nöldurseggur

Þetta er rétt sem þú segir.    En menn eru misjafnlega frekir til fjárins.   Allir þekkja nautahakkið úr bónus sem gufar upp á pönnunni.     Þetta er mikið stundað með kjúklingabringur og kjúkling sem viðrist stór og safaríkur áður en hann fer í ofninn en kemur út eins og blautur köttur, ekkert nema skinn og bein.  

Það eru margar merkilegar leiðir til að drýgja matvæli.    En er einhver leið að kanna hvort matvæli séu drýgð?

Er hægt að fara fram á að drýgð matvæli séu sérstaklega merkt og annað sé refsivert?

Gamall nöldurseggur, 9.2.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Takk fyrir þessar upplýsingar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.2.2007 kl. 00:29

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það verður fróðlegt að sjá þjóðfélagið umhverfast eftir Kompásþáttinn á sunnudag.

Þar verður að líkindum kallað í matvælafræðinga til að fræða okkur um reglugerðirinar.

Það er hægt að mæla vatn í bæði kjöti og fiski.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2007 kl. 01:13

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er ýmislegt gert við matvæli sem maður veit ekki og óar mig við því. T.d tómantar sem eru alltaf hafðir. Ég er viss um að einhverju hefur verið sprautað í þá þó því sé neitað. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.2.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 1031846

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband