Ekki stórmannlegt

Það er mannlegt hjá Guðbjarti Hannessyni að kenna öðrum um mistökin, en ekki er það stórmannlegt.

Það hefði verið betra að lesa samninginn áður en annað húsnæði var tekið á leigu. 


mbl.is Vandamálið óuppsegjanlegur samningur til 25 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Til að geta kennt öðrum um eitthvað þurfa viðkomandi að hafa framið "glæpinn" sjálfir. Þetta hús er var leigt til 25 ára með samningi gerðum 2002.  Ekki var Guðbjartur ráðherra þá, ef mig misminnir ekki því meir, þannig að glæpurinn er ekki hans.

Frekar mætti gagnrýna Guðbjart fyrir þá hógværð að nefna ekki hvers undirskriftin á samningnum er. Varla er hún horfin þó mörg ráðherrana verk frá þessum árum séu séu horfin í móðu fortíðar.

Sá sem undirritaði hefði átt að lesa það sem hann skrifaði undir eða kannski gerði hann það og var sáttur. Hver ætli hafi verið heilbrigðisráðherra 2002? Fyrsti stafurinn í nafninu er Jón Kristjánsson ráðherra í 3ja ráðuneyti Davíðs Oddsonar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2011 kl. 10:45

2 Smámynd: Landfari

Axel, það var vitað hvað samningurinn var langur þegar flutt var. Það að gera langa leigusamninga er oftst leigjandanum hagkvæmt. Það er dýrt að þurfa að flytja bara vegna þess að stofnunin missir húnæðið. Það er ósanngjarnt að bera leiguverð pr. fermetra saman í nýju húsi og eldgömlu. Leigusamnigur sem var gerður árið 2002 hefur að öllum líkindum verið mjög hagkvæmur miðað við leigusamninga gerða 2007 en núna er leiga almennt langt undir kostnaðarverði og því ákaflega hagstætt að leigja núna.

"Glææpurinn" er því sá að hafa ekki hugsað fyrir nýtingu húsnæðisins eða samningi um uppsögn áður en flutt var. Það skrifast ekki á þá sem voru að störfum árið 2002.

Landfari, 22.8.2011 kl. 11:25

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Samningurinn hlýtur að hafa verið gerður til að koma peningum út úr ríkissjóði til að tryggja velferð einhvers flokksbundins. Hins vegar getur ríkið sagt samningnum upp en ber ábyrgð á greiðslum uns húseiganda tekst að leigja það öðrum. Húseiganda ber skylda skv. húsaleigulögum til að lágmarka tjón leigutaka.

Einar Guðjónsson, 22.8.2011 kl. 11:53

4 Smámynd: Landfari

Ég ætla rétt að vona Einar að þú hafir ekkert fyrir þér í þessum pælingum Einar. Það hlýtur að vara hægt að fá uppgefið hvert fermetraverðið í samningnum var og hvað var almennt á markaðnum á þessum tíma. Hvað einkaaðilar voru að leigja á, á þessu svæði.

Miðað við traustan leigjanda og langan samning ætti verðið að vera ívið lægra hjá ríkinu.

Landfari, 22.8.2011 kl. 12:01

5 Smámynd: Einar Guðjónsson

almennt markaðsverð á þessum tíma fyrir svona húsnæði var um 1000 kr á fermetra en niðurreiknað til 2003 þá hefur ríkið '' boðist'' til að greiða um 1900 kr. Sem tryggur leigjandi hefði ríkið átt að greiða um 700 kr á fermetra. '' þjóðargjöfin'' til Péturs kjartansson hefur verið um 150 milljónir á 8 árum.

Einar Guðjónsson, 22.8.2011 kl. 15:12

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Landfari, það er best ég svari úr því þú beinir þessu til mín en ekki síðuhafa. 2.000.000,00 á mánuði gera 24 millur á ári og á 25 árum verða það 600.000.000,00 segi og skrifa sex hundruð miljónirá núvirði. Gangverðið á þessu húsnæði var þegar leigan hófst sennilega kringum 70 milljónir. Með leigunni skuldbatt ráðherran ríkið til að "kaupa" húsið 8 sinnum án þess að eignast það nokkurn tíma. Það er ekkert að því að gera langtímaleigusamninga, en í þessu tilfelli er fjárhæð leigunar gersamlega út úr Q, grunsamlega mikið.

Þetta er sennilega dæmi um víxlverkandi vinagreiða sem hefur lengi hefur tíðkast, verið landlægur sjúkdómur í íslenskri pólitík og öllum flokkum. Þarna klórar framsóknarráðherra grónum og útvöldum sjálfstæðismanni á kostnað skattgreiðenda og á móti klórar sjálfstæðisráðherra góðum og sérvöldum framsóknarmanni, líka á kostnað skattgreiðenda, allir hlutaðeigandi hagnast, nema skattgreiðendur. En hverjum er ekki sama um þá?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2011 kl. 17:29

7 Smámynd: Landfari

Ef það er rétt hjá þér Axel að gangverðið hafi verið um 70 millur hefði eðlileg leiga verið 580 - 700 þús á mánuði. Svo vantar enn upplýsingar um hver leigan var 2002, og hvað aðrir voru að leigja á þarna á svæðinu. Það hljóta að vera til slatti af þinglýstum leigusamningum þarna í þessu hverfi.

En Axel, ekki gera sjálfum þér það að bulla svona um 8föld "kaup" á húsnæðinu. Heldurðu virkilega að leigutekjurnar séu bara beint í vasann hjá leigusala?

Landfari, 22.8.2011 kl. 18:43

8 identicon

Það er ekkert gefið upp hver leigan er á nýja húsnæðinu í fréttinni sem bloggið vísar til, en burtséð frá því hvort fyrri samningur hafi verið hagstæður eða ekki, þá var hann gerður til 25 ára og það getur ekki verið hagkvæmt að að leigja tvö í stað eins húss, þótt svo að seinna hafi fengist á svo góðum kjörum.

Ég ætla bara að vona að kommunum bjóðist ekki þriðja húsið á enn betri kjörum en hin tvö.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.8.2011 kl. 18:49

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Landfari, ég var ekki að tala um hvað kæmi í vasa húseigenda hvorki nettó eða brúttó heldur þá staðreynd að ríkið pungar út á leigutímanum áttföldu kaupverði sambærilegrar eignar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2011 kl. 19:27

10 Smámynd: Landfari

Axel, á sama tíma er atvinnuhúsnæði afskrifað að mestu, helming af andvirði hússins verið varið í viðhald, sveitarfélagið búið að hirða alla eignina í fasteignagjöldum og svo mætti áfram telja.

Heldurðu að það kosti ekkert að eiga og reka hús í aldarfjórðung??

Það vantar enn tölur til að geta sagt um hvort samningurinn er óeðlilegur eða ekki. Það kann að vera að svo sé en 25 árin eru það ekkert endilega nema síður sé.

Samkvæmt fréttum Rafn er leigan á nýja staðnum hærri en báðar stofnanirnar voru að greiða áður. Svo kemur til viðbótar þessi samningur þannig Guðbjartur hefur nú ekki farið vel ofan í þetta mál svona við fyrstu sýn.

Landfari, 22.8.2011 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 1031776

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband