Nóatún Hringbraut í vandræðum með lambakjötið

Í margar undanfarnar vikur hef ég komið við í Nóatúni á Hringbraut og keypt mér kvöldmatinn af salatbarnum. Þar sem ég er í þyngdarstjórnunarkúr Herbalife hef ég oftast valið kjúklingakjötið af barnum. Sem meðlæti hef ég valið ýmislegt freistandi sem þar er að fá og inniheldur fáar hitaeiningar. Alltof sjaldan og reyndar virðist það liðin tíð hefur verslunin heita kjúklinga á boðstólum sem eru mjög góðir hjá þeim. Umsjónarmenn hafa hinsvegar boðið upp á heilsteikta kjúklinga sem er full mikið í matinn fyrir einn. Líka bjóða þeir upp á heilsteikta lambabóga sem eru svo vel steiktir að enginn safi er eftir í kjötinu.

Núna áðan brá svo við að bara voru til heilir kjúklingar og bógar, en ekki kjúklingsarða á salatbarnum. Ég neyddist til að kaupa þurra lambabógsbita í einhverri sósu og líkaði ekki vel. Það er svo sem hægt að rúlla út á Eiðistorg í Hagkaup og kaupa kjúklinsbita af salatbarnum þar, en ég kæri mig síður um það.


mbl.is Sauðfjárbændur svara Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég skil ekki alveg hvað vanhæfur kokkur Nóatúns hefur með þessa frétt að gera Heimir.

Gunnar Heiðarsson, 16.7.2011 kl. 18:53

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég þurfti bara að koma þessu frá mér og notaði fyrstu sauðfjárbændafréttina sem ég fann til að hnýta við;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.7.2011 kl. 19:54

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já, þá er bara að fá sér fiskbita í staðinn;);) Ég skil ekkert í að þeir skuli ekki vanda framsetninguna á lambinu mitt í hækkunarferlinu.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.7.2011 kl. 20:52

4 identicon

Mér lýst vel á fiskinn hennar Sigurbjargar

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.7.2011 kl. 10:02

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Fyrir um áratug var ég að vinna þarna á svæðinu og við vinnufélagarnir fórum í Nóatún í hádeginu. Þá var hægt að fá þar heitan "bakkamat" til að taka með sér. Fljótlega gáfumst við upp á staðnum, því einu gilti hvort maður keypti kjúkling, saltfisk, lambasteik, steiktan fisk, bjúgu, saltkjöt eða hvað eina sem á boðstólnum var, allt bragðaðist þetta eins. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.7.2011 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1031783

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband