Útvarp Saga góð talmálsstöð.

Ég hlusta oft á Útvarp Sögu. Mestan part vegna þess að þar er talað mál í öndvegi og tónlist gerð lítil en ágæt skil. Morgunhaninn Jóhann Hauksson er góður útvarpsmaður, þrælpólitískur, en situr samt oft á sér og velur viðmælendur af alúð og lítilli hlutdrægni.
Þá er Sigurður G. Tómasson einhver albesti útvarpsmaður sem ég hef heyrt. Ákaflega fróður og óþreytandi að fræða og upplýsa okkur hlustendur um hin margbreytilegustu málefni. Hann sýnir mun meiri þolinmæði við viðmælendur sína en hann gerði á fyrra Sögutímabili sínu og er það vel.
Þá velur hann viðmælendur í beinar útsendingar af kostgæfni og er ekkert endilega pólitískur í því vali sínu, enda hefur trú hans á roðann í austri dvínað.

Þá er komið að föstudögunum hans Sigurðar þegar hann fær Guðmund Ólafsson í hljóðver. Það eru þær tvær klukkustundir vikunnar sem ég má enganveginn missa af. Þeir félagar og vinir fara alltaf á kostum er þeir ræða hin ýmsu mál, hvort sem það er um tónlist þar er Guðmundur sínu fróðari, stjórnmál, jafnfærir og efnahagsmál þar sem Guðmundur er á heimavelli.
Einn er ljóður á þeim hugrenningum þeirra, en það er síellt nag þeirra í bak fyrrum forsætisráðherra Davíðs Oddssonar og Björn Bjarnasonar dómsmálaráðherra.
Almenningur er orðinn vanur skíkasti þeirra í Hannes Hólmstein Gissurarson sem er þeim líka til vansa.
Í morgun boðaði Guðmundur að hann myndi ekki koma í þáttinn til Sigurðar næstu fjórar vikurnar eða svo og vil ég þá benda Sigurði á að bjóða Davíð, Birni og Hannesi Hólmsteini að koma og svara fyrir sig.

Þá er komið að primadonnunni Arnþrúði Karlsdóttur og símatíma hennar milli ellefu og tólf. Arnþrúður er ákaflynd og málglöð kona og lætur sig ekki muna um að láta óhugsaðar fullyrðingar flakka sem stundum eru særandi. En hún talar meira um fólk en málefni.
Viðmælendur sem hringja inn fá misgóðar móttökur hjá henni og er ég hissa á honum Jóni Vali Jenssyni að sýna alltaf jafnaðargeð þegar hún er að fá hann til að ljúka sér af. Hann er þó einna málefnalegastur innhringjenda og hallmælir ekki nokkrum manni öfugt við t.d. Eirík Stefánsson.
Þá fær Margrét Sverrisdóttir ekki góða einkunn hjá útvarpsstjóranum.
Þakka allar ánægjustundirnar sem þið hafið veitt mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Takk fyrir þetta Heimir. Ég hlusta skammarlega lítið á útvarp. Ég býst við að þú getir hlustað þegar þú keyrir.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.2.2007 kl. 12:02

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hlusta mikið við aksturinn já og ef ég er heima fyrir hádegi hlusta ég á Sögu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.2.2007 kl. 00:21

3 identicon

Er ekki útvarp Saga aðalslúðurstöðin og reynir að taka fólk af lífi

Elín (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 21:02

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hef gaman að slúðri og oinberum aftökum!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.2.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 1031753

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband