Velferð á undanhaldi

Kristín borgar 120 þúsund á mánuði í skatta og hefur 65 þúsund til að sinna sjálfri sér. Þetta er velferðarkerfi hreinnar vinstristjórnar.
mbl.is Heldur eftir 65.000 krónum af lífeyrinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þér finnst vel við hæfi Heimir að kenna ríkisstjórninni um þetta. En er það rétt?

Þetta „réttlæti“ hefur lengi verið að þróast og gerðu ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokksins nokkuð í að breyta þessu? Ætli það?

Auðvitað væri sanngjörn leið að eldri borgarar geti notið þess að draga fyrst frá nauðsynlegan kostnað frá tekjum áður en þær eru skattlagðar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2011 kl. 08:08

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sjórn Sjálfstæðismanna var sökuð um að þenja kerfið út.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.2.2011 kl. 08:46

3 Smámynd: corvus corax

Hér á landi er litið á lífeyrisþega sem auðlind til að skattpína.

corvus corax, 9.2.2011 kl. 08:46

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sammála corvus corax

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.2.2011 kl. 10:29

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kommúnismi er alvarleg geðveila, það vita allir nema þeir sem eru veikir, og allt til vinstri, hversu fallegt sem það lætur í eyrum, er alveg nógu alvarleg truflun til að menn ættu að hugleiða alvarlega hvort svoleiðis fólk eigi að trúa fyrir bílprófi.

Að sjálfsögði nær það engri átt að þetta fólk fái að stjórna landinu...en bílpróf og einhver létt vinna má skoða fyrir vinstri flækjufóta. 

Óskar Arnórsson, 9.2.2011 kl. 12:55

6 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

 

Ég átta mig nú ekki alveg á þessarri umræðu og þeirri heilögu hneykslan sem ríður hér yfir bloggheima í tilefni þessarrar fréttar.

Fyrir ekki all löngu olli önnur frétt mikilli hneykslan. Það komst sem sé upp að móðir með tvö börn á framfæri sínu, og þar af annað langveikt, hefði 388 þúsund eftir skatta á mánuði. Hneykslunaralda reið yfir þjóðfélagið og átti nefnd kona nánast líf sitt að verja. Talað var um ráðherralaun, lúxuslíf og svívirðilega misnotkun á bótakerfinu og náði vandlætingin meira að segja inná hið háa alþingi þar sem krafist var breytinga til þess að hindra slíka og aðra eins hneisu...

Nú kemur frétt um barnlausan einstakling sem hefur "aðeins" 305 þúsund á mánuði eftir skatta. Engar ógnar tekjur en benda má á að samkvæmt Starfsgreinasambandinu þá hafa 75% íslenskra launþega minna 267 þúsund á mánuði eftir skatta.

En nú er annað hljóð í strokknum. Fólk fyllist heilagri reiði yfir því hvernig farið sé með þessa konu. Talað er um svartan blett á velferðarkerfinu, hrun velferðarkerfisin, níðingsskap og eignaupptöku svo ekki sé minnst á þær svívirðingar sem látnar eru dynja á Jóhönnu Sig og Steingrími. Vil þó taka fram að ég er enginn stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar.

Hvernig er eiginlega hægt að taka umræðu alvarlega þegar 388 þúsund fyrir tveggja barna móðir er alveg fáránlega of mikið en 305 þúsund fyrir einstakling svívirðilega lágt?

Jón Bragi Sigurðsson, 9.2.2011 kl. 17:08

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Bragi, þú þarft að lesa allt aftur og sérstaklega eigin skrif;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.2.2011 kl. 19:08

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

42.300.000kr eru teknar af henni en hún heldur eftir 7.800.000kr á tíu árum ef þetta er ekki rán hvað er þá rán?????????????

Sigurður Haraldsson, 9.2.2011 kl. 19:46

9 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Má vera að ég sé að misskilja en það er síður en svo nýtt að nánast allt sé tekið af fólki þegar það er á elliheimili og því skammtaðir vasapeningar úr hnefa. En miðað við það sem ég þekki þá eru þetta með hærri vasapeningum.

Tek það fram einu sinni enn að ég er ekki vinstri maður eða stuðningsmaður núverandi ríkisstjórnar en þetta er semsagt fyrirkomulag sem hefur lengi viðgengist og enginn yrði glaðari en ég ef hægt væri að klína því eingöngu á vinstri-stjórnir en því miður er það ekki hægt. Eða hefur þessu fyrirkomulagi eitthvað verið breytt í tíð núverandi ríkisstjórnar eftir 18 ára setu Davíðs og kó?

Jón Bragi Sigurðsson, 9.2.2011 kl. 20:22

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nei það það er vandamálið Jón Bragi sami grautur í sömu skál bara önnur hræra þegar kemur að því að gera eitthvað uppbyggilegt fyrir samfélagið. En þegar bankar og fjármálastofnanir eiga í hlut þá er hægt að kasta hundruð milljarða í þá bæði til að endurreisa og Icesave.

Sigurður Haraldsson, 9.2.2011 kl. 20:47

11 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Gæti ekki verið meira sammála þér Sigurður H

Jón Bragi Sigurðsson, 9.2.2011 kl. 21:39

12 Smámynd: Katrín

Jón Bragi mun örugglega glaður greiða 240.000 fyrir 11 fm herbergi á Hrafnistu..,,allt" innifalið.

Það er sem sagt allt í góðu að svína á þeim sem hafa hærri tekjur en þeir sem hafa lágmarkstekju og í stakasta lagi að ræna fólk lífeyrinum sem það lagði fyrir vegna þess að sumir höfðu hærri laun en aðrir.  Vitleysan í umræðunni ríður ekki einteyming og öfundin skal fylgja sumum alla ævi

Katrín, 9.2.2011 kl. 23:32

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gömul kona hefur stritað allt sitt líf og lagt í sameiginlegan sjóð landsmanna auk þess sem hún hefur greitt í lífeyrissjóð til efri áranna að njóta og spandera, nei það opinbera tekur allt af henni en réttir henni smáaura af hennar eigin sjóði. Er þetta velferð?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 10.2.2011 kl. 17:28

14 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Nei..Loforð og yfirlýsingar núverandi stjórnar um norræna velferð virka hjákátleg..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 10.2.2011 kl. 17:42

15 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Nú ert þú að gera mér upp skoðanir Katrín sem ekki eiga við raunveruleikan að styðjast. Ég benti bara á að þetta fyrirkomulag, óréttlátt að mínu mati, er ekkert nýtt og ekkert sem núverandi ríkisstjórn hefur fundið uppá.

Þarf ég að taka það enn einu sinni fram að ég tel mig meira til hægri en vinstri í stjórmálaskoðunum? En ég er heldur ekki svo pólitískt blindur eða ofstækisfullur að álíta að svínaríið sé gott og gilt bara ef það er "mín" ríkisstjórn við völd.

Jón Bragi Sigurðsson, 10.2.2011 kl. 20:25

16 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Og Heimir, það er létt verk og löðurmannlegt að ásaka núverandi ríkisstjórn fyrir að þeim séu mislagðar hendur við að skapa velferð. En við megum ekki heldur gleyma því að það voru "okkar" menn sem brugðust. Ég trúi á frjálst hagkerfi þ.e. að það muni skila öllum meiri velferð þegar til lengdar lætur. En, þau stjórnmálaöfl sem segja/sögðu sig styðja þá stefnu lögðu landið í rúst með óstjórn og spillingu. Það er það sem er það sorglega og hinn bitri sannleikur sem við verðum að horfast í augu við og læra af.

Að vera að skammast útí fyrirkomulag sem viðgekkst öll þau ár sem sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og krefjast þess að núverandi ríkisstjórn lagi það eftir að fyrrnefndur flokkur er búinn að leggja efnahag landsins í rústir... Ja hvað skal maður eiginlega segja um það?

Jón Bragi Sigurðsson, 10.2.2011 kl. 20:35

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er skömminni skárra að hafa heilbrigða gangstera Sjálfstæðisflokksins við völd og láta þá stýra landinu, enn Steingrím og Jóhönnu sem eru haldin ólæknandi kommúnisma og valdagræðgi...af tvennu illu þá eru Sjálfstæðismenn með bestu kunnáttunna og hafa alltaf haft...

Óskar Arnórsson, 11.2.2011 kl. 12:08

18 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Bragi, Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki verið ábyrgur fyrir hruni erlendra banka og fjármálakerfa sem leitt hefur til alvarlegra áfalla víða um heim. Nákvæmlega það sama er að gerast um gervalla Evrópu, Bandaríkin og lönd Asíu. Svo koma kommar til stjórnar hér á landi sem hatast við atvinnulífið og undirstöðuatvinnuveginn, sjávarútveginn og gera þeim allt til miska, en skattleggja svo alþýðuna í drep.

Óskar hefur rétt fyrir sér, Sjálfstæðisflokknum er best treystandi til að koma þjóðfélaginu af stað á nýjan leik.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.2.2011 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 1031838

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband