Birgitta og Þór skulda þjóðinni skýringar

Birgitta Jónsdóttir þarf að gera rækilega grein fyrir atferli vina sinna á skrifstofum Alþingis. Þór Saari þarf að gera grein fyrir aðstoð sem hann fær frá öfgahópi við samningu lagafrumvarps og eða þingsályktunartillögu.

Allt upp á borð í gegnsæjum umbúðum. 


mbl.is Einfalt að tengja tölvur við net Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Af hverju þarf Birgitta Jónsdóttir umfram aðra að gera rækilega grein fyrir atferli vina sinna á skrifstofum Alþingis ? Finnst þér þá ekki að aðrir þingmenn verði að gera slíkt hið sama ?

Og hvaða öfgahópur er það sem aðstoðar Þór Saari við að semja lagafrumvörp og þingsályktunartillögur ?

Jóhannes Ragnarsson, 23.1.2011 kl. 09:03

2 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Heimir, ert þú til í að útskýra þetta aðeins nánar?

Þetta er reyndar ein hálvitalegasta bloggfærsla við frétt sem ég hef séð um æfina en láttu vaða. Stattu fyrir máli þínu.

Baldvin Björgvinsson, 23.1.2011 kl. 09:27

3 Smámynd: Sigurður Hrellir

Heimir, Margrét varpar spurningu til Sjálfstæðisflokksins í lok pistils síns. Hefur þú einhver svör við henni?

Sigurður Hrellir, 23.1.2011 kl. 12:15

4 Smámynd: Arnór Valdimarsson

Það er nú aðallega Sjálfstæðisflokkurinn sem skuldar þjóðinni bæði skýringar og afsökunnarbeiðni á framgöngu sinni í þessu máli. Samband þeirra við vafasama einstaklinga og samtök gegn um tíðina er athugunar vert í svona uppákomu.

Sannleikurinn er sá að viðkomandi herbergi er ætlað Sjálfstæðis varamönnum sem eru 16 að tölu. Jafnt sem 3 varamönnum Hreyfingar. Og hafa Sjálfstæðismenn ekkert gefið upp um mannaferðir á sínum vegum þarna, en Hreyfingin kom strax hrein og bein fram um þau mál.

Síðan sú staðreynd að viðkomandi talva var tengd 28 des 2009. Þegar ekki einn einasti Wikileaks maður var á landinu. Skilur eftir ansi marga Sjálfstæðismenn og gesti, grunaða.

Og rétt væri að beina ransókninni að Helga Bernódussyni og undirmönnum hans sem stóðu sig alls ekki sem eftirlitsaðilar, frekar en þegar þeir eiddu öllu myndefni af ÁRÁS 9menningana á Alþingi.

En gjaldfellir skítkast þitt. Og dóna eins og Sigurðar Kára á Alþingi. Því dónalegur var hann þar sannarlega.

Og virðist frumhlaup hanns þar helst vera til að skapa moldviðri og beina sjónum frá Sjálfstæðisflokki. En heiðarlegt fólk sér í gegn um svoleiðis smörklípur.

Síðan er rétt að skoða betur hvað liggur í tillögunni.

Er ekki lengur sama hvaðan gott kemur?

Var þetta ekki nánast eina tillagan sem þingheimur var sammála um á síðasta ári?

Ég man ekki betur?

Og ef talað er um öfgahópa sem hafa aðgang að Löggjafavaldinu. Er þá ekki rétt að byrja á að rjúfa tök t.d. Björgólfsbanksteranna? Sem settu þjóðina nánast á hausinn. (Melasól/Sigurður Kári 750.000-) Og virðast enn hafa bein ítök, ekki bara í Löggjafavaldinu, heldur framkvæmdavaldinu líka. Eins og sannaðist þegar leppur þeirra Vilhjálmur Þorst. Tróð með hjálp 4flokka samspillingar, lögum um skatta og gjaldaniðurfellingar til handa Verne holding,fyrirtæki Bjöggana upp á þjóðina.

Athugaðu það að Wikileaks hafa hingað til aðeins orið þjóðinni til hjálpar, eins og t.d. með að veita til okkar K.B. lánabókinni.

En það er sennilega svoleiðis upplýsingar sem FLOKKURINN hræðist mest.

Arnór Valdimarsson, 23.1.2011 kl. 12:33

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Lögregla og sumir stjórnmálamenn þögðu yfir máli í tæplega heilt ár og Birgitta Jónsdóttir á að gefa skýringu? Augljósari getur siðblinda lögregluyfirvalda, sjálfstæðis og Samfylkingarmanna ekki orðið! Hafi einhvertíma verið þörf á að höfða meinyrða-mál, þá er það núna gegn algjörlega tilhæfulausum ásökunum gegn Birgittu af "háttvirtum" þingmönnum! 

Ekki einu sinni leikskólabarni dytti svona vitleysa í hug Heimir!!!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2011 kl. 13:20

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Afsakið mig, ég veit reyndar ekkert hvort samfylkingin eða aðrir vissu yfir höfuð um þetta, og ekki sanngjarnt af mér að taka svo sterkt til orða. Ég hef aldrei séð forseta þingsins jafn örvæntingarfulla og óttaslegna eins og þegar hún las upp þessa sögu á alþingi! það ætti að vekja fólk til umhugsunar?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.1.2011 kl. 13:28

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Strákar, þið þurfið að fylgjast betur með fréttum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2011 kl. 17:22

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

 Er víst að tölvan hafi ekki átt að fylgjast með Birgittu...?

Haraldur Rafn Ingvason, 23.1.2011 kl. 17:26

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

"Allt upp á borð í gegnsæjum umbúðum." Heimir kallinn! Ertu að reyna að drepa fólk úr hlátri? Eða lestu ekki það sem þú skrifar sjálfur? hehe...tek undir með Önnu Sigríði.

Það kemst engin með tærnar þar sem Birgitta hefur hælanna í heiðarleika í stjórnmálum. Hún er á undan inni samtíð...

Fylgist vel með fréttum og trúi ekki öllu sem er sagt þar...

Óskar Arnórsson, 23.1.2011 kl. 18:39

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég kikna ekki í hjánum þegar ég sé Birgittu;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2011 kl. 22:48

11 Smámynd: Óskar Arnórsson

Svona svona. Birgitta er myndarleg indæl kona með miklar hugmyndir um að breyta heiminum. Og landinu okkar í leiðinni.

Ég held hún sé heiðarleg, og þar með smá kjáni sem þingmaður alla vega. Það vantar meira af hennar sort á þing.

Þingið á að vera vinna fyrir þá sem hafa áhuga á því. Ef farið væri í það að lækka laun ráðherra og þingmann um helming eða meira, myndi Birgitta styðja það með heilum hug.

Það er ekkert gaman að þessari pólitík ef hún er gagnsæ Heimir! Pólitík á að vera dularfull og spennandi svo við hin getum setið við tölvunna og giskað okkur sveitta.

"Er hún ófrísk eftir Assange?"..."Hótaði hann henni?"...spyr hann konur ekki leyfis?...þú veist....og svo eitthvað meira skemmtilegt...

Það er ekkert vit í pólitík sem er í gegnsæjum umbúðum ef umbúðirnar eru svo þykkar að ekkert sést hvort eð er...

Óskar Arnórsson, 24.1.2011 kl. 01:16

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Birgitta reynir að vera beggja vegna borðsins. Hún situr á þingi, prúðbúin og samdægurs skellir hún sér í hippagallann og fer út á völl að mótmæla þinginu. Er þetta hægt Matthías?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.1.2011 kl. 12:51

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

...það er einn fimmtugur skrifstofustjóri í banka, alltaf í sparifötunum á daginn í vinnunni sem skiptir um föt á kvöldinn og ekur um á Harley Davisson mótorhjóli og er töffari.

Hann talar t.o.m. allt öðru vísi á kvöldin enn þegar hann er í bankanum. Hann límir tattú á hálsinn á sér líka...

Er hægt að treysta svona fólki? Eða er þetta ekki bara allt í lagi? Konan hans er í fýlu yfir þessu og roðnar í hvert skipti sem ég spyr hvort húsbóndin sé úti að hjóla með strákunum...sem eru á sama aldri...

Væri ekki gaman að eiga svona mótorhjól líka Heimir, og vera úti að hjóla með strákunum?

Óskar Arnórsson, 25.1.2011 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 1031724

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband