Enn skattleggur Gnarr atvinnulausa og öryrkja

Strætó þarf á sínu rekstrarfé að halda, um það leikur ekki vafi. Hvaðan féð kemur og hver er látinn borgar brúsann orkar tvímælis.

Ef við tökum t.d. öryrkja og atvinnulausa sem nota vagnana í ríkum mæli þá er skorið af takmörkuðum ráðstöfunartekjum þeirra.

Báðir þessir hópar greiða skatta af tekjum sínum frá því opinbera. Tekjurnar eru ekki nógu miklar til að greiða þurfi af þeim tekjuskatt, en nógu miklar til að greiða af þeim útsvar. Eins og kunnugt er gengur útsvarið til sveitarfélagsins.

Með hækkun gjalda í almenningsvagna hefur borgarstjórnin því ákveðið að skattleggja þessa tvo lágtekjuhópa með hækkun útsvars og hækkun fargjalda.

 


mbl.is Fargjöld Strætó hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ekki síður mun þessi hækkun koma illa niður á börnum og skólafólki, en þeir hópar hafa notað strætó mikið.

Í beinu framhaldi af öðrum kreppum, sem yfirvöld gera í að lengja og dýpka, þá stefnir þjóðin inn í endanlega niðurdrepandi skatta- og gjaldakreppu opinberra aðila.

Axel Jóhann Axelsson, 17.12.2010 kl. 14:39

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Axel, ég nefndi þessa tvo hópa sérstaklega vegna þess að stjórnmálamenn eru mikið að vitna í þá. En auðvitað bitnar hækkunin illa á skólafólki á öllum aldri sem og eldri borgurum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.12.2010 kl. 14:49

3 Smámynd: Promotor Fidei

Svo getum við reynt að leysa vandann hinumegin frá:

Leggjum af skatta og tolla á bíla og bensín.

Bætum um betur með því að afnema tekjuskatt, virðisaukaskatt og önnur skyldugjöld.

Og sjá, þá hafa jafnvel aumustu öryrkjar og námsmenn hæglega efni á að reka bíl eða taka hreinlega taxa.

Promotor Fidei, 17.12.2010 kl. 15:06

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það sem er umhugsunarefni er að þessir hópar, eldri borgarar og örorkulífeyrisþegar hafa sennilega ekki kosið Besta flokkinn..svíkja svíkja..Reyndar bara mitt hugboð:)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.12.2010 kl. 15:11

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Silla, ég hitti öryrkja í gær sem sagði mér að Vg væri "sinn" flokkur, en hún hefði kosið Gnarr í vor. Viðkomandi sagði með tár í augum að sífellt minnkaði í buddunni og vandaði Gnarristum ekki kveðjurnar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.12.2010 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 1031844

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband