Gnarrstjórnin

Núna veit fólk hvað það kaus yfir sig í vor. Fólk sem ræðst með heift að kjörum borgarstarfsmanna, fólk sem ræðst gegn kristinni trú í skólum og leikskólum landsins og fólk sem hatast við bílaumferð eins og engin sér þörfin fyrir bíla í borginni.
mbl.is 65 sagt upp hjá Orkuveitunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo má líka spyrja hvort það skipti máli hverjir núverandi stjórnendur eru, þegar þeir þurfa að taka við þrotabúi til áframhaldandi rekstrar.

Það er afskaplega ódýrt áróðursbragð að kenna þeim um þetta sem nú eru við stjórnvölinn, en nefna ekki þá sem stýrðu út í skurð til að byrja með.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2010 kl. 17:34

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er auðvelt að fara varlegar í sakirnar hvað varðar starfsmenn OR eins og sýnt hefur verið fram á. Þvergirðingshausar nýja meirihlutans vita ekki hvernig umgangast á fólk.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.10.2010 kl. 17:44

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Langar þig virkilega að OR haldi áfram að vera félagsmálastjórn Heimir?

Vonandi dugar þetta til að koma þessu á lappirnar aftur. Það hefðu miklu fleiri fokið ef fyrirtækið (OR hefði verið gert gjaldþrota eins og eðlilegast hefði verið...

Óskar Arnórsson, 21.10.2010 kl. 17:51

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Seint verður sagt að Orkuveita Reykjavíkur hafi sýnt fagmennsku eða tillitssemi við uppsagnir 65 starfsmanna fyrirtækisins í dag . Var öllum starfsmönnum fyrirtækisins gert að vera á starfsstöð sinni klukkan eitt í dag og svo fylgdust kollegar með þegar símar hringdu hér og þar og fólkið snéri aldrei til baka.

Beið þannig allt starfsfólk fyrirtækisins í sætum sínum í tvær klukkustundir frá klukkan eitt í dag milli vonar og ótta um að fá ekki uppsagnarbréf en hrinunni lauk klukkan þrjú og gátu þá þeir sem eftir sátu andað léttar.

Þetta er skepnuskapur  og ótrúleg vinnubrögðum öðru eins tillitsleysi við uppsagnir.
Það er þvert á allt sem forstjóri og stjórnarformaður hafi gefið í skyn að staðið yrði að uppsögnum með eins vægu móti og hægt væri.

Rauða Ljónið, 21.10.2010 kl. 18:10

5 Smámynd: Margeir Örn Óskarsson

Tek undir með Guðmundi. Ódýrt áróðursbragð.

Margeir Örn Óskarsson, 21.10.2010 kl. 18:21

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Minnkað starfshlutfall og eldra fólki leyft að eldast út hefði verið manneskjulegri aðferð. Val stjórnenda er í engu samræmi við að OR sé í eigu almennings og allt tal um að fyrirtækið sé á vonarvöl er bull.

Aðferð þessara nýju afla er ógeðfelld og þeim til háborinnar skammar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.10.2010 kl. 18:56

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Samkvæmt kvöldfréttum voru flestir af þeim sem var sagt upp á "kynningar- og fræðslusviði" Orkuveitunnar. Gott og vel.

Nú stóð ég alltaf í þeirri meiningu að hlutverk Orkuveitunnar væri að flytja borgarbúum vatn, hita og rafmagn. Það væri hinsvegar hlutverk skólanna í borginni að sjá um fræðslumál, en kannski hafa þeir verið orðnir svo fjársveltir fyrir að þeir geta það ekki einu sinni. Svo skil ég ekki heldur afhverju einokunarfyrirtæki (nánast) þarf að reka sína eigin auglýsingastofu. Ég hef ekki heldur orðið var við að gæðin á vatninu eða rafmagninu hafi batnað svo neinu nemi eftir að Alfreð lét reisa ofvaxinn tundurspilli á þurru landi í Árbænum.

En ég er kannski að misskilja þetta allt saman. Aldrei að vita nema Helgi Pé vilji kíkja í kaffi til mín og útskýra þetta betur, fyrst hann hefur núna mikinn frítíma á daginn. Eða er það ekki annars? Var nokkuð dóttir hans, nýráðin framkvæmdastjóri Besta, búin að leggja inn fyrirmæli um sérmeðferð?

Þeir 65 sem bættust í dag á atvinnuleysisskrá eiga samúð mína, og ég býð þá jafnframt velkomna í hópinn.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.10.2010 kl. 21:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1031775

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband