Afturhaldskommatittirnir hafa gengið fram af þjóðinni

Það var stórmannlegt af Ólafi G. Einarssyni að afþakka boð Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis um að taka þátt í þingsetningarathöfninni í gær.

Ásta R. veit eins og flestir aðrir viti bornir menn að Alþingi setti ofan þegar það veittist með pólitískum hætti að mannorði Geirs H. Haarde um daginn.

Alþingi Íslendinga á eftir að bíta úr nálinni með þá yfirsjón. 


mbl.is „Þar með var niðurlæging Alþingis fullkomnuð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Flestir hefðu viljað að allir hefðu farið fyrir Landsdóm, en það er betra að Geir fari fyrir dóminn heldur en enginn.  Ef þetta dómsmál verður að veruleika,  þá verða vitnaleiðslur mjög athyglisverða.  Ég vona hinsvegar að hinn góði maður, Geir Hilmar, fá ekki dóm.

Annað athyglisvert sem var í fréttum í dag var að Bjarni Ben lýsti yfir áhyggjum sem hann hafði haft í sumar um hugsanlegt fall bankana vegna gegnislánadómsins.  Ætli Bjarni hafi áhyggjur af því að Íslandsbanki fari aftur á hausinn ef N1 getur ekki borgað 9 milljarða lán vegna móðurfélagsins, BNT?  Nei, líklega hefur Bjarni ekki miklar áhyggjur af því.  

Guðmundur Pétursson, 2.10.2010 kl. 12:09

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

   

Ef einhver þingmanna hefði vilja losna við kaleikinn, sem Stjórnarskráin rétti Alþingi, þá hefði komið fram tillaga um að vísa máli allra ráðherranna 12 til meðferðar Saksóknara Alþingis. Fyrir þessu var auðsjánlega engin vilji og á því er sú einfalda skýring, að allir þingmenn vildu nota málið í pólitískum tilgangi.

 

Landsréttur er auðvitað ekki pólitískur vettvangur, heldur réttarfarslegur. Þar verður einungis dæmt fyrir lagabrot, enda er mikill meirihluti dómara með lögfræðimenntun og stór hluti eru starfandi dómarar við Hæstarétt. Allir landsmenn vita um pólitísk afglöp Þingvallastjórnarinnar, en það er Landsréttar að skera úr um lagaleg brot.

 

Sterk rök hníga til þess að Geir H. Haarde fái harða refsingu fyrir Landsdómi, nema honum takist að koma sök á aðra ráðherra. Þau undirmál sem Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sammæltust um fyrir síðustu kosningar, munu væntanlega ekki halda fyrir Landsdóminum. Undirmálin héldu ekki á Alþingi, því að nýgjir þingmenn töldu sig ekki bundna af þeim svardögum. Í ljósi þessara “svika” Sossanna, verður að skoða heift Sjálfstæðismanna.

 

Ég verð sjálfsagt síðastur manna til að ásaka Geir H. Haarde um vísvitandi lögbrot. Hins vegar blasir gáleysið við í aðdraganda Hrunsins. Ekki var Geir aðeins forsætisráðherra í ríkisstjórn Sossa og Sjálfstæðis, heldur hafði hann verið Alþingismaður allt frá 1998. Vegna menntunar sinnar, gagnast Geir ekki að bera við vanþekkingu. Ég hefði viljað sjá auðmýkt í fasi Geirs, frammi fyrir því stórkostlega tjóni sem hann hefur átt þátt í að valda landsmönnum.

 

Mikilvægt er að átta sig á, að uppgjör við Geir afléttir ekki ábyrgð af öðrum ráðherrum, þótt þeir hafi ekki verið ákærðir samtímis. Þingmannanefndin var einungis með fjóra ráðherra á sínum lista og fyrir því voru augljósar ástæður. Nefndin treysti ekki Alþingi fyrir stærri skammti af réttlæti, enda voru undirmálin þekkt í hópi þingmanna. Menn ættu að hafa í huga að á núverandi Alþingi sitja 7 ráðherrar sem allir hefðu átt að mæta fyrir Landsdóm. Telja verður með stórmerkjum að höfuð ráðherranna 12, kemur fyrir réttinn.

 

Verði Geir fundinn sekur fyrir Landsdómi, mun röðin koma að öðrum þeim sem í ríkisstjórn hans sátu. Þessi málaferli hafa ekkert með pólitískar ofsóknir að gera, heldur eru réttarfarslegt ferli sem Stjórnarskráin fyrirskrifar. Staðfest hefur verið, að ráðherrar landsins eru undirseldir lögum og refsingum, eins og aðrir landsmenn. Uppgjör við þá valdamenn sem reynt hafa að hindra framgang stjórnarskrárbundinna framkvæmdaferla, verður ekki umflúið. Öllum Íslendingum er í fersku minni, framganga forsætisráðherra gegn Landsdómi og gegn þjóðaratkvæðinu 06. marz 2010.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 2.10.2010 kl. 14:07

3 Smámynd: Hamarinn

Þar með þaggaði Loftur niðri í Heimi.

Ég er sammála Lofti.

Hamarinn, 2.10.2010 kl. 16:06

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Loftur Altice á þökk skilið fyrir góðan pistil.

Hafi hann rétt fyrir sér er kominn tími til að lögsækja marga ráðherra í núverandi ríkisstjórn, enda næg tilefni til. Hamarinn hlýtur að vera sammála því (?).

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.10.2010 kl. 18:46

5 Smámynd: Hamarinn

Ég er sammála því,Heimir, enda er þetta hyski allt sem situr á þingi vanhæft til þeirra verka sem það var kosið til, það er að gæta hagsmuna almennings.

Þetta hyski vinnur bara fyrir fjármagnseigendur í boði sjálfstæðisflokksins og IMF.

Byltingu smælingjanna strax.

Sérð þú ekkert athugavert við embættisfærslur sjallanna frá 1991-2009'

Hamarinn, 2.10.2010 kl. 21:03

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Heimir - Alþingi komst að þeirri niðurstöðu að Geir væri sakhæfur - Árni næstum því - munaði einu atkvæði - en hin 2 væru ekki sakhæf -

Hvað þarf til þess að fólk sé talið ósakhæft - annað en ungur aldur?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.10.2010 kl. 02:44

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ólafur, Alþingi ere til aðhláturs vegna aðfarar sinnar að Geir H. Haarde.

Hamar, hvenig stendur á því að um gervalla heimsbyggðina er tala um heimskreppu, en þið kommarnir á Íslandi talið um kreppu í boði Sjálfstæðisflokksins? Þó að ég sé meðlimur voldugs flokks er hann alls svo voldugur sem þið haldið;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.10.2010 kl. 12:15

8 Smámynd: Hamarinn

Blindir sjallar sjá ekkert athugavert við gjörðir þeirra frá 1991, þar liggur hundurinn grafinn.

Hamarinn, 4.10.2010 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband