Mig setur hljóðan yfir lýðskrumi Bjarna Karlssonar

"Nú þarf Geir Waage að hætta" segir Bjarni Karlsson prestur í pólitík. Bjarni var ekki í pólitík þegar Ólafur Skúlason framdi níðingsverk sín sem komu fram í dagsljósið enda sagði Bjarni Karlsson ekki orð.

Geir Waage telur að með því að vinna trúnað afbrotamanns geti hann frekar haft áhrif til góðra verka. Það sjónarmið Geirs er skiljanlegt og áhugavert. Megi prestar frekar ræða málefnalega saman á opinberum vettvangi, en reyna að slá sig til riddara hver á annars kostnað á meðan glæpamennirnir halda áfram sinni iðju. Geir Waage gengur gott eitt til.

Kirkjan skuldar fórnarlömbum kynferðisofbeldismanna það að taka opinskátt á vandamálum sem upp koma innan kirkjunnar. Fólk í neyð treystir sprenglærðum prestum öðrum fremur og þeir verða að taka af tvímæli um að þeir séu traustsins verðir. 

Mig setur hljóðan yfir lýðskrumi Bjarna Karlssonar. 


mbl.is „Nú þarf Geir Waage að hætta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Heimir. það er svona sem réttarkerfið hefur virkað á Íslandi. Einhver útblásin Gróusaga er látin taka fólk af lífi (ekki í bókstaflegri merkingu)? Og með einelti af valdaklíkum hefur fólk hreinlega komist upp með svona lagað vegna klíku-dómstóla á Íslandi!

En nú erum við farin að horfa framhjá löglausum aftökum?

þær afhjúpa þann sem reynir að taka einhvern af lífi á óábyggilegan hátt? Og svei þeim sem það reyna!

Sá sem er svo brenglaður siðferðislega að reyna þetta ennþá er tortryggilegur svo ekki sé meira sagt!!! M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2010 kl. 11:50

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Komi nú maður til séra Waage og tjáir honum að hann eigi í "ástarsambandi" ( margir gerendur skynja sín brot sem ást) við elstu dóttur sína 10 ára gamla og jafnframt að hann bíði spenntur að eftir að stofna til "ástarsambands" við yngri dæturnar 5 og 7 ára.

Séra Waage er sannarlega ekki öfundsverður að því að gerast þátttakandi í ódæðinu með þögninni.  En hver er vilji Guðs, gæti ekki verið að hann vildi að presturinn stöðvaði illgerðir mannsins strax með viðeigandi aðgerðum, eða vill Guð taka þátt í leiknum með prestinum og ómenninu. Þokkaleg þrenning ef það er raunin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.8.2010 kl. 12:11

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mig setur hljóðan yfir þessu innleggi þínu í þetta siðferðilega umræðuefni.

Jón Halldór Guðmundsson, 22.8.2010 kl. 21:21

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvar voru lýðskrumararnir þegar konurnar hrópuðu á hjálp vegna misgjörða Ólafs? Ég þekki konu sem var tilbúin að leggja sín spil á borðið. En þegar hún sá að prestar og prelátar aðhöfðust ekki gegn Ólafi dró hún sig inn í sína skel aftur og þjáðist sem aldrei fyrr. Betur hefði Bjarni stigið fram þá fyrir skjöldu og staðið með fórnarlömbum prestsins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.8.2010 kl. 23:39

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég hef merkt það á fleiri bloggurum Heimir, að þeir taki afstöðu eftir pólitík. Ert þú að gera því skóna að séra Bjarni gangi hér fram sem pólitíkus en ekki prestur? Hvaða lágkúrulegu hvatir geta legið að baki hjá öllum hinum prestunum sem hafa síðan tjáð sig um ummæli Waage prestsins, varla eru þeir allir á þá sök selldir að vera ekki sjálfstæðismenn. Er Waage fyrirbærið í flokknum, spyr sá sem ekki veit og hafði ekki af því áhyggjur?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2010 kl. 01:26

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við vorum mörg sauðsvört sem sögðum okkur úr kirkjunni á þessum tíma Jóna Hrönn og undruðumst umburðarlyndi kirkjunnar þjóna. Þessar staðreyndir hafa legið fyrir allan þennan tíma og ekkert hafa vígðir gert til að rétta hlut þeirra föllnu. Nú þegar Geir Waage veltir upp vandamálum presta varðandi trúnaðarsamtöl hafa menn kjark til að krefjast afsagnar. "Glæpur" Geir er sá að benda á þversagnir og hann skal reka! Geir benti á aðkomu sálusorgarans að glæpamanninum og möguleika á að komast að fórnarlambinu og benda því á möguleikana í stöðunni. Enginn kemst í slíka stöðu, nema sá sem fær trúnað gerandans.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.8.2010 kl. 07:05

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jóna Hrönn, ég gagnrýni árásir ykkar á Geir Waage og kröfu ykkar um afsögn fyrir það eitt að tjá skoðanir sínar sem þið snúið útúr. Það virðist vera til verklag til að vega að heiðarlegum og grandvörum presti á meðan að kirkjan býr ekki yfir verklagi til að stöðva kynferðisafbrotamann. Ég á ekki von á að þú virðir mínar skoðanir nú frekar en fyrr.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.8.2010 kl. 13:17

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er að mínu viti ekki verið að gagnrýna Geir Waage fyrir að hafa þessar skoðanir, heldur að þessar skoðanir samrýmist illa stétt hans og stöðu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2010 kl. 16:49

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jóna Hrönn mér þykir vænt um að Bjarni hafi staðið með fórnarlömbum Ólafs. Þú sagðir: "... á þessum tíma voru ekki þeir skýru verkferlar fyrir hendi sem til eru í dag er lúta að viðbrögðum við kynferðisofbeldi innan kirkjunnar." Mér finnst það léleg afsökun hjá ykkur kirkjunnarmönnum að þið hafið ekki vitað hvernig ætti að meðhöndla slík mál.

Annars erum við sammála um það Jóna Hrönn að fordæma beri kynferðisofbelfdismenn og mér finnst að við ættum að einbeita okkur að kjarna málsins en láta Reykholtsklerkinn í friði. Geir er góður prestur og sálusorgari og hefur örugglega leitt margan manni á rétta braut. Á sínum tíma þegar ég hafði sagt mig úr þjóðkirkjunni, en óskaði eftir þáttöku aftur þegar ég byrjaði að syngja í kirkjukór:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.8.2010 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 1031751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband