Skyldi Björgólfur vita af þessu?

Ég fór í hraðbanka Landsbanka á Hlemmi í gær og hugðist taka 5.000 krónur út. Ekki vildi betur til en svo að hraðbankinn hans Björgólfs skilaði ekki peningunum. Nú er það svo að Björgólfur veit að ég skipti ekki við Landsbankann af vissum ástæðum. Samt hvarflar ekki að mér að hann sé á þennan hátt að refsa mér. Þremur mínútum síðar reyndi ég aftur og þá tókst það, með semingi þó, að rétta mér fimm þúsund kallinn.
Ég fór áðan í Glitni og bað um aðstoð því Björgólfur er upptekinn við viðameiri störf og elskulegar stúlkurnar í Glitni á Eiðistorgi fullvissuðu mig um það að þetta yrði lagfært á allra næstu dögum.
Á meðan nýt ég þess í botn að lána Björgólfi Guðmundssyni og fjármálaveldi hans fimm þúsund krónur og það vaxta- og eftirmála laust, svo framarlega sem hann stendur í skilum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband