Neytendasamtökin ganga erinda Jóhannesar í Bónusi.

Það er með semingi að ég fjalla um Neytendasamtökin og hvernig komið er fyrir þeim. Baugur styrkir samtökin um fleiri milljónir króna á ári hverju. Ekki það að samtökin séu ekki þess virði að fá fjárstuðning frá einkageiranum, heldur frá hverjum styrkurinn (les. mútur) er kominn. Jóhannes í Bónus er ókrýndur leiðtogi fákeppni í matvöruverslun á landinu. Fyrirtæki hans ráða yfir 70-80% af allri matvöruversluninni og honum er því akkur í að ekki sé verið að spyrja óþægilegra spurninga af hálfu Neytendasamtakanna, Samkeppnisyfirvalda og Samtaka verslunar og þjónustu.
Til að hafa þessa aðila góða notar Jóhannes peninga því hann veit sem er að þeir eru það afl sem hrífur og fær margan góðan drenginn til að lítaa undan þegar það á við og aðhafast ekki ef hann óvart sér eða heyrir um misfellur.
Jóhannesi er afskaplega annt um mannorð sitt og því dvelur hann löngum stundum við útvarpstækið og hlustar á Útvarp Sögu til að vera viðbúinn að bregðast við ef eitthvað misjafnt kemst á kreik um hann eða fyrirtæki hans. Við verðum að athuga að í krafti fákeppninnar er Jóhannes einn auðugasti maður landsins.
Hvernig hann komst í þessa aðstöðu er svo mál sem enginn vill skoða, eða öllu heldur þeir sem áttu að skoða hafa komist á spenann hjá Jóhannesi og látið sem "sagan" sé ekki til.
Jóhannes og kumpánar hafa ráðið ríkjum hjá Samtökum verslunar og þjónustu frá því þau samtök voru stofnuð. Haft ráðandi aðila þar í vasanum. Hann er kominn með Neytendasamtökin á spenann og hafði vissa starfsmenn hjá Samkeppnisstofnun í vasanum líka þar til sú stofnun var lögð niður.
Til að tryggja velvild á öldum ljósvakans (og í prentmiðlum) hefur hann nánast rekið Útvarp Sögu, fyrst með því að "lána" útvarpsstjóranum fyrir kaupverðinu og síðan með beinum mánaðarlegum fjárframlögum, sem að vísu heitir kostun á fagmáli, en áberandi er að engar eða fáar auglýsingar eru lesnar frá fyrirtækjum Jóhannesar eru á stöðinni.
Þess í stað tryggir hann sér gott umtal og dulinn stuðning.
Síðast í morgun var minn gamli kollega Jóhannes Gunnarsson í viðtali hjá Jóhanni Haukssyni. Þar voru ræddar verðhækkanir hjá birgjum, þ.e. framleiðendum og innflytjendum. Jóhannes var með tæmandi skrá yfir sökudólgana (frá nafna í Bónusi) og fann þeim allt til foráttu. Hann vitnaði m.a. í framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu máli sínu til stuðnings.
Þarna kom glöggt fram að áróðursdeild Haga hefur hannað herferð gegn birgjum og notar til þess þau meðul sem hún ræður yfir; Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu og Útvarp Sögu. Síðan koma allir hinir fjölmiðlarnir í kjölfarið sem áróðursdeild Haga ræður yfir. Reyndar byrjaði framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna í Fréttablaðinu í dag.
mbl.is Birta lista yfir verðhækkanir á matvörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, Heimir. Það er mjög merkilegt, ef rétt er, að Bónus styrki Neytendasamtökin um milljónir króna á ári hverju. Hefur þetta áður komið fram opinberlega?

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 09:13

2 Smámynd: Rúnar Már Magnússon

Ég veit ekki betur en að forsætisráðherra hafi skipað sérstaka nefnd til að fylgjast með verðhækkunum í kjölfar þess að ákveðið var að lækka virðisaukaskattinn.  Einnig var brínað mjög fyrir Neytendasamtökunum og Samkeppnisstofu að fylgjast með þessu og þetta er afraksturinn.  Ég held að þetta sé alger vitleysa að halda að Jóhannes sé eitthvað að hringja út og suður og klaga byrgjana.  Annars er ég heldur ekkert hrifinn af því eins og þú að fyrirtæki hans ráði yfir 70-80% af allri matvöruverslun á landinu.

Rúnar Már Magnússon, 23.1.2007 kl. 10:30

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sæll Jón Valur.

Bónus / Baugur styrkja Neytendasamtökin um milljónir árlega og góð vinátta er millum þeirra nafna.

Auðvitað þarf að fylgjast með verðhækkunum og gott að Jóhannesarnir ganga fram fyrir skjöldu í því, en Jóhannes í Bónusi á bara ekki að stýra þessum samtökum!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2007 kl. 11:54

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég versla við Bónus og ætla að halda þvi áfam Heimir minn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.1.2007 kl. 12:06

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Auðvitað verslar fólk við Bónus Jórunn. Ég er ekki að lasta þeirra lágu verð. Ég er hinsvegar að gagnrýna yfirráð þeirra yfir ákveðnum opinberum stofnunum og Neytendasamtökunum. Við verðum að gera skil þar á.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2007 kl. 12:54

6 identicon

Ég er sammála því, Heimir. Annars fekk ég ekki beint svar við spurningu minni hér ofar, hvort þetta hef'ði komið opinberlega fram áður. Er að öðru leyti sammála þér, að samkrull stærsta söluaðilans á landinu og Neytendasamtakanna, sem halda uppi verðeftirliti, á að vera út úr myndinni -- slíkt á bara alls ekki að koma til greina. Sé þetta staðreynd, sem þú sagðir þarna frá, ættu aðrir söluaðilar að leita réttar síns hjá Samkeppnisstofnun eða öðrum yfirvöldum og fá þessu hnekkt, ella væri líka verið að verðfella Neytendasamtökin í augum almennings.

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 17:34

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það hefur komið oinberlega fram að Baugur/Bónus/Hagar greiddu sex milljónir króna árlega til Neytendasamtakanna. Þetta var fyrir einum þremur árum ef mig brestur ekki minni. Gott ef þú spyrðir samtökin til að fá staðfestingu.

Ég kærði til Samkeppnisstofnunar á sínum tíma, en fékk ekki svar vikum saman eða þar til ég hitti forstjórann á förnum vegi og hann bauð mér viðtal á skrifstofu sinni.

Í því viðtali sagðist hann ekkert munu aðhafast gegn Baugi.

Ég trúi því statt og stöðugt að Davíð Oddsson segi satt um 300 milljóna króna mútutilboðið.

Hinsvegar trúi ég því ekki að Davíð Oddsson hafi verið fyrstur til að fá slíkt boð frá erkienglinum Jóhannesi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 1031793

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband