Illa byrja þau

Besti flokkurinn á eftir að reynast okkur borgarbúum dýr. Fákunnátta þeirra á eftir að verða þeim fjötur um fót og kosta ærna fjármuni.

Lög byggðasamlags um Strætó bs. segja afdráttarlaust hvernig stjórnin skuli skipuð: 

„Stjórn byggðasamlagsins er skipuð einum fulltrúa og einum til vara frá hverju aðildarsveitarfélagi. Fulltrúinn skal vera aðalmaður í sveitarstjórn eða framkvæmdastjóri viðkomandi sveitarfélags.“

Jón Gunnar Kristinsson borgarstjóri verður að fara að lögum sem aðrir. 

Gunnar Hjálmarsson tekur því ekki Strætó á stjórnarfundi. 
 
Vegna fréttar af stjórnarformennsku Gunnars bloggaði ég eftirfarandi:
 
"Gunnar Hjálmarsson er nýr stjórnarformaður Strætó bs. Margir töldu alveg víst að Björk Vilhelmsdóttir fengi það hlutverk. Einkum vegna þess að sem stjórnarformaður á árum áður tókst henni að klúðra svo almenningssamgöngum í Reykjavík, að þær hafa ekki verið svipur hjá sjón síðan.

Björk tókst að koma nær algerlega í veg fyrir að eldri borgarar gætu notað vagnana, enda átti ekki að eltast við minnihlutahópa eins og hún sagði og hafði líklega eftir Einari sjálfmenntuðum almenningagangnasérfræðingi, sem hún keypti dýrum dómum. Þá tók Björk það sérstaklega fram að eldri borgarar væru ekki nema 4-5% af viðskiptavinum Strætó og því ekki þess virði að stoppa fyrir þá. 

Þá fannst þeim Einari og Björk bráð nauðsynlegt að sem flestar leiðir Strætó ækju upp og niður Hverfisgötuna og vestur á Melatorg. Líklega vegna þess að þyngja þyrfti umferðina í miðbæ Reykjavíkur.

Margt annað nýnæmi tóku þau upp, sem fólk hlær að enn þann dag í dag. "

mbl.is Má Dr. Gunni ekki sitja í stjórn Strætó?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Sá hlær best sem síðast hlær

Finnur Bárðarson, 16.6.2010 kl. 15:42

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er borgarfulltrúinn og forseti borgarstjórnar Hanna Birna fákunnandi?

Annað álit hef ég haft á henni og er eiginlega ófáanlegur til að samþykkja þessa ályktun þína minn ágæti frændi.

Ekki veit ég betur en að mestur hluti borgarstjórnar sé fólk hokið af reynslu í málefnum borgarinnar.

Árni Gunnarsson, 16.6.2010 kl. 17:56

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki ata Hönnu Birnu með þessum auri frændi. Hún ber ekki ábyrgð á byrjendamistöfum Besta flokksins. Lögin um byggðasamlagið eru skýr og Reykjavíkurborg er einn sjöundi samlagseigenda. Geðþóttaákvarðanir eiga ekki heima við rekstur sveitarfélags. Besti heldur greinilega að borgin geti ein ráðið tíðni ferða og þjónustu yfirleitt. Því fer víðs fjarri.

Finnur þarf að búa sig undir síðbúinn hlátur, eða bara vindbros;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.6.2010 kl. 18:12

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eigum við ekki að anda með nefinu? Eins og þú segir Heimir (#3) þá eru þetta byrjendamistök. Öllum verða á mistök, reynslu verður ekki aflað án þeirra.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.6.2010 kl. 09:16

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mikið rétt hjá þér Axel,ég á ekki að núa mistökin þeim um nasir á meðan ég anda í rólegheitum með nefinu:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.6.2010 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 1031762

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband