Brandarakeppni

Vandi tugþúsunda heimila er mikill. það virðist alveg sama hve hátt er kallað á hjálp, ríkistjórnin sem kennir sig við norræna velferð heyrir ekki. Öll hennar skilningarvit beinast að Brussel

Peningar finnast ekki til að koma gjaldþrota fjölskyldum til bjargar því þeir fara allir í umsóknarferlið eða öllu heldur bjölluatið í Brussel.  7 000 000 000 króna er áætlað að bjölluatið kosti.

Þau Jóhanna og Össur eru orðin þjóðinni of dýr. Verst er að Steingrímur J. styður þau heilshugar með þegjandi samþykki Ögmundar Jónassonar.

Svo segir gáfnaljósið Birgitta Jónsdóttir: "Ég held að það sé einlægur vilji þingmanna að klára mál er snúa að heimilunum ef eitthvað stendur útaf," .

Takið eftir: " ef eitthvað stendur útaf".

Þau eru spaugsöm í Hreyfingunni. Eru kannski í brandarakeppni við Besta flokkinn. 


mbl.is Einlægur vilji þingmanna að klára mál heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Og með þessum 7 milljörðum mætti t.d. hækka atvinnuleysisbætur um 40 þús á mánuði sem mörgum mundi gagnast vel og hjálpa illa stöddum fjölskyldum!

En segðu mér - hvar eru hinir flokkarnir í baráttunni fyrir heimilin? Dauðir - að mínu viti! Þú mátt ráða í þessi orð Birgittu eins og þú villt en ég skil þau á allt annan hátt en þú. Það er ennþá verið að funda og vinna í málum heimilanna. Það er nefnd í gangi sem vinnur nótt og nýtan dag og er að funda alla helgina. Vissir þú það? Í þeirri nefnd eru m.a. þingmenn úr Hreyfingunni ásamt Lilju Mósesdóttur svo eitthvað sé nefnt. Og þau eru ekki í neinu helgarfríi skal ég segja þér.

Þannig að ég, þó svo ég sé spaugsöm manneskja með góðan húmor, sé virkilega ekki brandarann!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.6.2010 kl. 10:38

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ef það er það ekki brandari að segja "EF eitthvað stendur útaf" í þeirri krísu sem heimilin eiga í þá veit ég ekki hvað. Það getur varla verið efi um það hjá þingmönnum. Ég er viss um að Birgitta vill vel. En hún kemst stundum einkennilega að orði blessunin..Mér finnst heldur ekkert merkilegt að þingmenn séu að vinna helgarvinnu. Það gera margir á minni launum.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.6.2010 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband