Nú bætist ljósagangur við vandræðagang ríkisstjórnarinnar

Netmiðillinn t-24 er glöggur á skop daglegs lífs. Hann deilir með mér og mörgum öðrum aðdáun á spaugsemi í ritstjórnargreinum Morgunblaðsins.

 Um daginn var eftirfarandi að sjá á T-24:

 

"Af íslenskum gangtegundum

Leiðari Morgunblaðsins í dag, þriðjudag, er hreint út sagt magnaður. Þar er fjallað um vinnufund ríkisstjórnarinnar síðasta sunnudag þar sem fyrst og fremst var rætt um uppstokkun í stjórnarráðinu og fækkun ráðuneyta. Augljóst er að það er mikil áhersla lögð á það í Samfylkingunni að losna við Jón Bjarnason úr ríkisstjórninni, en hann hefur verið þungur í taumi þegar kemur að aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins byrjar svona: 

"Tölt er sérkenni íslenska hestsins. Þessi gangur er einstæður og tignarlegur. Núverandi ríkisstjórn hefur eins og þarfasti þjónninn sinn einkennisgang, vandræðaganginn. Hann er töluvert hastari en brokkið og iðulega álappalegur og hætt er við að hnjóta og fer gangurinn bikkjum fremur illa en vel, þótt þær geri sér sjálfsagt ekki grein fyrir því sjálfar eða sé svo sem sama."

Og nokkru síðar segir: 

"En það er ekki stjórnarsáttmálinn sem kallar á. Evrópusambandið kallar og það þarf að losna við Jón Bjarnason sem er ekki jafn hraðgengur til vandræða í svikum við kosningaloforð og stefnuskár VG eins og Steingrímur J."

Í lok leiðarans segir: 

"Tamningamenn Samfylkingarinnar hafa reynt að koma á hann [Jón Bjarnason] beislinu, svo megi brjóta hann niður svo hann tileinki sér hið samræmda göngulag ríkisstjórnarinnar, vandræðaganginn. Sýni hann ekki framfarir í þá átt krefst Samfylkingin þess að Jón verði leiddur inn í hið pólitíska stórgripasláturhús og þar verði gert út um málið. Ef Steingrímur J. trúir enn, nú í áttugasta sinn, hótunum Jóhönnu um stjórnarslit, eru úrslitin ráðin." "

Ég stal þessu eins og vanalega. 



mbl.is „Bara ef Jón myndi sjá ljósið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1031770

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband