Hugsa þeim þegjandi þörfina

Auðvitað verður Sigurður Einarsson yfirheyrður. Hann er að öllum líkindum kominn til landsins, lasinn og fluttur í sjúkrabíl undir lögregluvakt til Reykjavíkur.

Í hans sporum hefði margur maðurinn gert það sama.

Sigurður Einarsson og kumpánar í Kaupþingi hafa kosta þjóðina hagsældina um ókomna tíð.

Þeir sem eru svo óheppnir að vinnuhæfnin hefur skerst, vegna aldurs eða örorku, hugsa þessu lið þegjandi þörfina.

 


mbl.is Sigurður Einarsson verður yfirheyrður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Og þeir sem hafa misst vinnuna af völdum sama liðs

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.5.2010 kl. 21:08

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Svo maður tali nú ekki um allt það fólk og það sem hefur flúið land!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.5.2010 kl. 21:11

3 Smámynd: Hamarinn

Það má nú heldur ekki gleyma Björgólfsdólgunum,sem hafa kostað okkur enn meira. Þeim má ekki hlífa þeim svíðingum.

Hamarinn, 8.5.2010 kl. 21:16

4 Smámynd: Nostradamus

uss, ekki nefna björgólfsmenn hér á hægrablogginu..

Nostradamus, 8.5.2010 kl. 22:50

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það hefur reyndar komið fram í fréttum, að Skilanefnd Kaupþings, hafi sýnt Sérstökum saksóknara, mestan samstarfsvilja. Siðan kemur Skilanefnd Glitnis, en Skilanefnd Landsbankans þykir hafa sýnt Sérstökum saksóknara, afskaplega lítinn samstarfsvilja. Sérstakur saksóknari hefur ítrekað óskað eftir gögnum frá Skilanefnd Landsbankans, en við litlar sem engar undantektir.

Það ætti að skýra það, afhverju stjórnendur Kaupþings séu handteknir fyrstir.

Reyndar hefur bankastjóra Glitnis og nokkrum eigendum bankans, eins og Jóni Ásgeiri og Pálma í Fons verið birtar stefnur, vegna meintra lögbrota þeirra. Eru þær stefnur byggðar á gögnum frá Skilanefnd Glitnis.

Kristinn Karl Brynjarsson, 9.5.2010 kl. 00:45

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þetta er að þokast í rétta átt! Skilanefndir bankana eru því miður glæpanefndir sem hirða milljónir í kaup og halda að þær séu ósnertanlegar!

Sigurður Haraldsson, 9.5.2010 kl. 01:17

7 Smámynd: Óskar

Kaupþingsstjórarnir eru glæponar en þó bara eins og snúruþjófar miðað við Bjöggana - en þeir eru bara svo óheppnir að vera ekki í réttum FLokki... Davíð og dómararnir sjá um sína, Bjöggarnir verða aldrei settir inn þó þeir hafi kostað þjóðina margfalt meira en Kaupþing,,,eða er einhver búinn að gleyma Icesave ?

Óskar, 9.5.2010 kl. 07:09

8 Smámynd: Landfari

Óskar, er þetta einhver óskhyggja hjá þér að Bjöggarnir sleppi. Veist þú hvað Sérstakur er að rannsaka eða hvað hefur komið fram við yfirheyrslur sem olli því að þeir kumpánar voru handteknir.

Icesave er stórt mál en samt bara hluti af tjóninu og samkvæmt skýrslunni er það ekki á okkar ábyrgð.

Kaupþing var stærsti bankinn og stærsta fyrirtækið á Íslandi þannig að það er ekkert óeðlilegt við að það sé tekið fyrst. Manstu hvað þeir fengu marga milljarða frá Seðlabankanum daginn áður en þeir lokuðu? Þeir eru horfnir skilst manni. Veist þú kanski hvar þeir eru?

Landfari, 11.5.2010 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 1031769

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband