Fjársugurnar eiga sök

Sjálfstæðisflokkurinn hef aldrei fengið aðra eins útreið og um þessar mundir í skoðanakönnunum. Hanna Birna ber ekki ábyrgð á þessari hrakför.

Við erum nokkur sem höfum reynt að benda á það opinberlega að þorri Sjálfstæðismanna er ekki siðblindur og fyrirlítur fjársugur flokksins, eða öllu heldur starfsaðferðir þeirra. 

Fjársugurnar reyna svo að koma höggi á okkur gagnrýnendur og gera það í mörgum tilvikum.

Tryggðin hefur verið einkenni á kjósendum Sjálfstæðisflokkinn. 


mbl.is Besti flokkurinn fengi fjóra kjörna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Rógstungurnar hafa verið iðnar og hér birtist enn einn sigur Jóns Ásgeirs enda hafa hans fjölmiðlar verið duglegir -

kanski lítur Jón Ásgeir á það sem hann hefur gert þjóðinni sem grín -

og nafni hans á Reykjavík sem brandara.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 30.4.2010 kl. 19:33

2 Smámynd: Óskar

nú jæja, afhverju eru þá þingmenn eins og Tryggvi Þór Bjarni vafningur enn í valdastöðum fyrir FLokkinn?  Og hvað með Guðlaug Þór styrkþega?  Vandamálið er að FLokkurinn hefur ekki tekið til hjá sér, sópaði Þorgerði undir teppið og veskú, punktur.  Fólk sér í gegnum svona.  Hrunskýrslan leiddi í ljós að FLokkurinn ber ábyrgð á 99% af hruninu en hann tekur hinsvegar enga ábyrgð og vísar út og suður á alla aðra.  Flokkur sem hagar sér svona fær bara makleg málagjöld, sem betur fer.

Óskar, 30.4.2010 kl. 19:35

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góður, Ólafur Ingi.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.4.2010 kl. 19:36

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég held þetta sé rétt hjá Heimi - Ólafur góður

Jón Snæbjörnsson, 30.4.2010 kl. 19:44

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sem ég segi fjársugurnar innan flokkanna sem bara hugsa um eigið skinn bera höfuð sök á fylgishruninu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.4.2010 kl. 20:37

6 Smámynd: Hamarinn

Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á fylgishruni sínu, enda á hann hitt hrunið 95%

Hamarinn, 1.5.2010 kl. 00:07

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Það er enginn að mæla óhóflegum styrkjum bót - fjarri því - en höfum í huga að á þessum tíma var EKKERT sem bannaði svona styrki - Á þeim tíma var heldur ekkert amast við lánum á því sem næstum engum vöxtum - lánum sem fólki virtist að þyrfti ekki að borga. Voru það ekki styrkir líka? Ég veit ekki betur en nýju reglurnar um styrki til flokka og frambjóðenda  hafi verið settar að forgöngu Bjarna Ben - þið leiðréttið mig ef þetta er rangt.

Annað - Ef enginn hámarkshraði væri á tilteknum vegi en myndavélar í gangi - kæmu miklar upplýsingar fram á vélinni.

Ef síðan er ákveðið að hafa 90 km hámarkshraða á þessum vegi - á þá að skoða myndir og sekta?

Hvað varða Guðlaug Þór - Helga Hjörvar og Steinunni Valdísi þá hvarflar ekki að mér að þetta fólk hafi misnotað aðstöðu sína. Þett er heiðarlegt og samviskusamt fólk eftir því sem ég bet veit - þekki reyndar Steinunni ekki neitt.

Hitt er annað - múgsefjunin og "almenningsálitið" sem Jón Ásgeir og fjölmiðlar hans hafa stjórnað er orðin fáránleg .

Ég hélt reyndar að þegar Helgi og Steinunn voru komin í umræðuna myndi þessu ljúka.

Jón Ásgeir kærir sig ekkert um umræðuna um sjálfan sig og Samfylkingin getur ekki á heilli sér tekið af ótta við að fjárstuðningurinn frá Jóni hætti að berast.

Að kalla þremenningana siðblindingja sem hafi selt sál sína lýsir best þeim sem þannig tala.

Þau hafa ekki brotið nein lög - ef þau segja af sér er það vegna áróðurs Jóns Á og hans fólks - Og þá vaknar spurningin  -ER JÓN ÁSGEIR MAÐURINN SEM VIÐ VILJUM AÐ STJÓRNI PÓLITÍKINNI - FINNST FÓLKI FERILL HANS Í VIÐSKIPTUM - VERLSLUNARREKSTRI OG  BANKASTARFSEMI ÞAÐ GLÆSILEGUR.?-

Hanna Birna verður í erfiðri stöðu ef þetta verða niðurstöður kosninganna - Hún er frábær borgarstjóri og það fer ENGINN í hennar spor.

GERUM ÞAÐ UPP VIÐ OKKUR HVORT VIÐ VILJUM HÖNNU BIRNU EÐA JÓNA ÁSGEIR SEM BORGARSTJÓRA - það liggur á borðinu að ef Sjálfstæðisflokkurinn hrynur verður það fulltrúi Jóns Ásgeirs sem sest í borgarstjórastólinn.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 2.5.2010 kl. 17:18

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Siðferðisvitund nokkurra stjórnmálamanna var rykfallin á þessum árum. Enginn mælir á móti því að þau brutu ekki lög. Málið snýst um siðferði og ekkert annað.

Við getum lamið hausnum við stein og sagt að almenningur hafi rangt fyrir sér. Það er bara ekki gott fyrir fylgi flokkanna því það er sá sami almenningur sem kýs.

Í gær talaði ég við harða Vg-konu, sem aldrei mun kjósa þann lista aftur vegna þess að Steingrímur J. hefur svikið öll sín kosningaloforð. Hann hefur ekki brotið lög með því. Siðferðið er bágt og hann og flokkur hans geldur þess í borgarstjórnarkossningum 29. maí n.k.

Því fyrr sem forysta Sjálfstæðisflokks gerir sér grein fyrir að siðferðisvitund kjósenda er freklega misboðið, því fyrr fer fylgið upp á ný.

Guðlaugur Þór var minn uppáhaldsstjórnmálamaður. Ég geri bara ríkari kröfur til siðferðis stjórnmálamanna, en að ég geti samþykkt gerðir hans. Einhverra hluta vegna vill hann ekki upplýsa hver eða hvaða fyrirtæki veittu honum styrki upp á 24.8 milljónir króna. Á meðan svo er get ég ekki stutt hann.

Það er svo annað mál hvort ég drattist á kjörstað á merki við D-ið .....

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.5.2010 kl. 17:30

9 Smámynd: Hamarinn

Það skyldi þó ekki vera að Guðlaugur Þór hafi fengið styrki frá sjálfstæðismoönnunum Jóni Ásgeiri og Jóhannesi í Bónus, til að klekkja á Birni Bjarnasyni?

Það mætti segja mér að það væri satt.

Aumingja Guðlaugur, mikið á hann bágt, að hafa fengið þá styrki.

Hamarinn, 2.5.2010 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 1031774

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband