Hvað hefur farþegum fækkað hlutfallslega eftir breytingar á leiðakerfinu 2005?

Ef það er góður rekstur að sneiða hjá farþegum og útiloka eldri borgara, aka bara stórar umferðaræðar og lifa á framlögum, þá er Strætó á réttri leið. Það eru bara svo fáir á sömu leið.

Hvernig er háttað hlutfalli tekna af greiðandi farþegum fyrir og eftir breytingar 2005?

Skattgreiðendur spyrja og eiga rétt á svari Reynir Jónsson. 


mbl.is Strætó rekinn með hagnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það er vitað mál, að almenningssamgöngur sem skila hagnaði, eru yfirleitt lélegar, á sama hátt og heilsugæzla sem er rekin eingöngu út frá gróðasjónarmiðum er ekki góð. Þótt bílaeign hér á landi sé hlutfallslega meiri en í öðrum Evrópuríkjum, þá verða strætóþjónusta að vera í lagi. Annars verður stór hluti fólks skilinn eftir.

Þótt öll önnur þjónusta sé einkavædd og borgist af notendum hennar, þá er þrennt sem hið opinbera á að sjá um að skili góðri þjónustu þótt það skili ekki gróða:

  1. Almenningssamgöngur
  2. Menntastofnanir á grunn- og framhaldsskólastigi
  3. Heilsugæzla

Ármann Kr. Ólafsson er einn af þeim sem mestu ábyrgð ber á niðurníðslu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu eftir 2005. Og sem nýr bæjarstjóri í Kópavogi mun hann taka upp þráðinn eftir Gunnar Inga: "Það er gott að búa í Kópavogi, nema ef þú þarft á grunnþjónustu að halda, því að þá ertu í djúpum skít".

Vendetta, 2.3.2010 kl. 13:28

2 Smámynd: Vendetta

Og að halda að málin myndu bjargast við að fella niður gjaldtöku af framhaldsskólanemendum á sama tíma og ferðum var fækkað verulega, breytt á óhagstæðan hátt eða lagðar niður, var svo arfavitlaust að það jaðraði við heimsku.

Þegar strætókerfið með stofnleiðum og síðari úrbótum kom fyrst á koppinn, var þetta mjög gott kerfi. Loksins var hægt að fara beint frá A til B á nokkrum mínútum. Þetta kerfi virkaði mjög vel. En sum sveitafélög (þ.á.m. Kópavogsbær) neituðu að borga með því og allt fór til andskotans. Þegar röng hugmyndafræði gjöreyðileggur þjónustu fyrir almenning, þá opinberast heimskan.

Ég endurtek: Það á alltaf að niðurgreiða almenningssamgöngur. Og þar með basta.

Vendetta, 2.3.2010 kl. 13:42

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki er það allskostar rétt að ÁKRÓL eigi þar aðal sök. Farðu aftar í tíma og skoðaðu gjörðir R-listans. Ég vil síður nefna nafn Bjarkar Vilhelmsdóttur, því ég veit að hún iðrast;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.3.2010 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1031771

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband