Færsluflokkur: Íþróttir
5.4.2008 | 18:34
Velkominn Valtýr Björn.
Valtýr Björn á Rúv
Íþróttafréttamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson hefur sagt upp störfum hjá 365 miðlum og mun hefja störf sem íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpinu innan skamms.
Frá þessu er greint á vef íþróttafréttamanna, sportpress.is. Valtýr hefur verið íþróttafréttamaður í um 20 ár. Undandarið hefur hann stýrt hinum vinsæla þætti Mín skoðun.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 13:38
KR vinnur.
Allt lagt undir í oddaleikjunum í körfunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.4.2008 | 12:34
Kristján kaupmaður Jónasson í Kjötborg.
Kristján Í Kjötborg færði mér fréttirnar áðan ekki sérlega glaðlega:
KR batt enda á þrettán ára sigurgöngu Víkings
A-lið KR varð í gærkvöld Íslandsmeistari í borðtennis í karlaflokki eftir sigur á A-liði Víkings í hreinum úrslitaleik. Þar með var þrettán ára sigurganga Víkings rofin en KR varð síðast Íslandsmeistari árið 1994.
Liðin voru jöfn að stigum í deildakeppninni fyrir lokaumferðina þar sem þau gerðu 5-5 jafntefli í fyrri viðureign þeirra. KR dugði hins vegar jafntefli vegna hagstæðra úrslita úr öðrum viðureignum.
Víkingur komst í 3-0 forystu í viðureigninni en KR vann á endanum 6-3 sigur.
Í sigurliði KR eru þeir Einar Geirsson, Ingólfur Ingólfsson, Jacob Jörgensen, Kjartan Briem en þjálfari er Kristján Viðar Haraldsson.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2008 | 17:16
Ekki hægt að fylgjast með.
Það er slæmt fyrir okkur sem ekki eigum heimangengt að geta ekki fylgst með leik KR og ÍR í körfunni á mbl.is.
Hvað veldur?
Tveir leikir í úrslitakeppninni í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2008 | 11:01
Ólafur með reynsluboltann Pétur sér við hlið.
Þeir eiga eftir að gera það gott Ólafur Jóhannesson og Pétur Pétursson með landsliðið.
Ólafur virðist hafa þann ágæta hæfileika að fá leikmenn til að hlusta á sig og gleyma að bera hann saman við bestu þjálfara álfunnar og Pétur Pétursson hokinn af reynslu talar sama mál og leikmennirnir.
Saman eiga þessir drengir eftir að gera stóra hluti með landsliðið.
Ólafur kominn í hóp þjálfara með þrjá sigra í röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2008 | 19:31
Geir er orðlagður heiðursmaður.
Dagur B. virðist vera í verulega slæmum málum.
Geir Þorsteinsson er þekktur heiðursmaður og fer ekki með fleipur.
Það verður spennandi að sjá Dag stunda samræðustjórnmálalistina til að reyna að koma sér út úr þessum vanda?
Getur hann það?
Geir segir Dag fara með rangt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2008 | 18:44
Íslendingurinn Schule Alex aðstoðar Arsene Wenger.
Þeir Arsene Wenger og hinn íslenskættaði Schule Alex funduðu um páskahelgina um hið alvarlega ástand sem skapast hefur með jafnteflissyrpu Arsenal að undanförnu. "Þar hafa um 10 stig tapast ef litið er raunhæft á málið" að sögn Schule sem hefur starfað mikið á bak við tjöldin hjá Arsenal undanfarin misseri og vill lítið hafa sig í frammi.
Hlutverk Schule er einkum að byggja um jákvæða og tillitssama fjölskyldustefnu hjá Arsenal og sagði hann: "að það sé að koma fram í öllum þessum jafnteflum" og kímdi.
Aðspurður um framtíð sína hjá Arsenal á heimasíðu Arsenalaðdáenda í Svíþjóð sagði Schule að; " ég sé ekki betur en mér takist það ætlunarverk forráðamanna Arsenal að koma því jafnvægi á líf leikmanna félagsins, að þeir nái þeim árangri í Englandsmeistaradeildinni sem þeir eiga skilið."
Að lokum var Schule spurður hvað væri næsta verkefni hans svaraði hann: " Strætó bs. á Íslandi hefur beðið mig að koma og efla liðsandann hjá þeim og mun ég íhuga það".
Wenger neitar að gefast upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.3.2008 | 12:51
KR-ingarnir í Lyn.
Þeir eiga eftir að auðga norska knattspyrnu KR-ingarnir í Lyn. Að vísu hefur Indriði Sigurðsson lagt sitt af mörkum til norskrar knattspyrnu um árabil, en núna bætist snillingurinn Emmi í hópinn.
Sá drengur er rétt að byrja ferilinn og á eftir að bæta bestu lið Evrópu með leikni sinni og hæfileikum þegar fram líða stundir, ef allt gengur að óskum
Elmar með glæsimark fyrir Lyn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2008 | 20:48
Hvernig getur félagsbundinn maður í sænsku liði orðið Íslandsmeistari?
Það kemur mér frekar spánskt fyrir sjónir að Guðmundur Stephensen geti keppt með tveimur liðum sínu í hvoru landinu og unnið til æðstu verðlauna í báðum löndunum.; bæði í Svíþjóð og á Íslandi.
Ekki getur Eiður Smári Guðjohnsen orðið Íslandsmeistari með KR á þessu ári og Spánarmeistari með Barcelona líka.
Hversvegna eru borðtennismenn á sérkjörum?
Er Guðmundur ekki líka atvinnumaður eða hálf atvinnumaður?
Er borðtennisíþróttin Kínversk eða hvað?
Eftirfarandi nam ég af Vísi:
"Guðmundur Stephensen og félagar hans í sænska liðinu Eslövs tryggðu sér í dag sæti í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í borðtennis þegar þeir unnu öruggan sigur á Artemark í undanúrslitum 5-2.
Þetta var síðari undanúrslitaviðureign liðanna og Eslövs vann þá fyrri örugglega líka 5-0.
Eslövs varð á dögunum deildarmeistari í Svíþjóð og er nú að leika til úrslita fjórða árið í röð. Þar mætir liðið Halmstad.
Guðmundur spilaði tvo leiki í dag og vann öruggan 3-0 sigur í báðum leikjum."
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2008 | 14:04
Skemmtilegt viðtal við Keflvískan KR-ing.
Á meðan menn bíða leiksins stóra, Manchester United gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni er rétt að lesa eitthvað skemmtilegt.
Viðtal í Víkurfréttum vekur athygli allra knattunnenda og hef ég tekið það traustataki og birti hér:
"Knattspyrnumaðurinn Jónas Guðni Sævarsson gerði sitt fyrsta landsliðsmark um helgina þegar Ísland tók á móti Færeyjum í Kórnum í Kópavogi. Leikurinn var fyrsti landsleikurinn sem fram hefur farið innandyra hér á landi. Jónas kom Íslandi í 1-0 skömmu fyrir hálfleik en Ísland hafði 3-0 sigur í leiknum og sagði Jónas að afi sinn, sem er Færeyingur, hefði verið sérlega stoltur af barnabarninu. Jónas gekk til liðs við KR frá Keflavík að lokinni síðustu leiktíð og kveðst ánægður með dvölina í Vesturbænum.
,,Ég skoraði nú með skalla um daginn fyrir KR en það var ekki á jafn stórum vettvangi, sagði Jónas í samtali við Víkurfréttir en leikurinn gegn Færeyingum var hans fjórði landsleikur. ,,Það var ekki leiðinlegt að skora í leiknum þar sem afi minn er Færeyingur og ég ¼ Færeyingur. Afi var bara stoltur af stráknum og ekkert súr út af úrslitunum, hann heldur með mér, sagði Jónas kátur í bragði en hann sagði leikinn gegn Færeyjum hafa verið erfiðan.
,,Það var erfitt að finna svæði til að fá boltann því varnarlega voru þeir mjög vel skipulagðir. Við settum á þá mark svo þeir þurftu að sækja og við nýttum okkur það mjög vel þegar svæðin þeirra opnuðust og kláruðum dæmið eftir frekar leiðinlegan fyrri hálfleik, sagði Jónas sem mætti sínum gamla liðsfélaga Símun Samuelsen í leiknum. ,,Símun fór meiddur af velli og ég vona að þetta sé ekki alvarlegt hjá honum en hann óskaði mér til hamingju með markið, sagði Jónas sem er sáttur í Vesturbænum.
,,Þetta er skemmtilegur hópur af leikmönnum hjá KR og við vorum að bæta við okkur góðum miðjumanni í Viktori Bjarka og það verður spennandi að sjá hvernig þessu verður stillt upp hjá okkur þar sem samkeppnin um stöður er gríðarleg, sagði Jónas sem nú leikur fyrir lið þar sem væntingarnar eru ávallt miklar. Nú þegar KR hópurinn samanstendur af nafntoguðum leikmönnum finnur hann þá fyrir meiri pressu en hann hefur áður kynnst í boltanum?
,,Ég sem leikmaður hef ekki upplifað þessa pressu hérna og er engan veginn hræddur við að takast á við hana. Það er alltaf pressa í Vesturbænum og sama hvar okkur verður spáð í deildinni þá ætlar klúbburinn sér alltaf mikla hluti. Ég tel að þetta muni ekki hafa áhrif á okkur, sagði Jónas sem í fyrsta sinn í sumar mun mæta á Keflavíkurvöll í deildarkeppninni í öðrum búningi en með K-merkið fyrir brjósti sér."
Það verður gaman að fylgjast með þessum leikna strák í sumar og er hann velkominn í KR eins og reyndar allir.
Taugastríðið hafið fyrir leik United og Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1033129
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar