Færsluflokkur: Borgarstjórn
9.2.2008 | 08:57
Veiðileyfi á Villa.
Mér sýnist að ritstjórnir 24 stunda og Morgunblaðsins hafi gefið út veiðileyfi á Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson fyrrv. borgarstjóra.
Það er langt síðan að ég hef séð svo einarða afstöðu tekna gegn stjórnmálamanni; út úr orðum hans snúið og allt sem hann segir fært á versta veg og eða afbakað.
Haldi þessar ritstjórnir og Sigmar Guðmundsson Kastlýsir áfram á sömu braut, fær VÞV verðskuldaða samúð almennings og er það vel.
Forstjóri OR álitsgjafinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.2.2008 | 17:26
Jón og séra Jón?
Kjartan Magnússon: Ábendingum væntanlega fylgt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.2.2008 | 13:22
Lyfjabús?
Þegar borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins marséraði að hljóðnemunum á Kjarvalsstöðum um daginn með Ólaf Friðrik Magnússon í broddi fylkingar var ekki laust við að fiðringur færi um undirritaðan hvar hann láréttur fylgdist með á sjónvarpsskjánum. Í senn ánægju- og aulahrollur.
Á meðan Ólafur Friðrik talaði voru viðstaddir ákaflega alvarlegir. Vilhjálmur Þórmundur leit oft um öxl, að því er virtist til að kanna hvort sexmenningarnir stæðu enn að baki honum.
Jói vinur minn segir að það sé ímyndun mín.
Var það lyfjabús á B-6 Fossvogi sem veldur svona skynjun eða var Vilhjálmur Þórmundur á varðbergi?
Fundað í Valhöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2008 | 14:23
Hljómskálagarðsvandi R-listans sáluga.
Umferðarvandamálin hafa aukist með ári hverju allar götur síðan 1994 að R-listinn tók við völdum í Reykjavík og Guðrún Ágústsdóttir varð formaður nefndar sem tók ákvörðun um umferðar- og skipulagsmál. Guðrún Ágústdóttir sagði við það tækifæri að allar áætlanir um mislæg gatnamót á mótum Kringlubrautar og Miklubrautar yrðu lagðar á hilluna; Reykjavík ætti ekki að vera bílaborg.
Sem betur fer hefur þessu svarta afturhaldi verið sagt upp störfum og aftur fáum við von um úrlausn mikilla vandamála í umferðinni í höfuðborg landsins.
Sundaleið verður bara að fara að komast í framkvæmd eða allavega á framkvæmdaáætlun.
Ástandið hjá R-listanum sáluga minnti mig á skrif Þjóðviljans upp úr miðri síðustu öld um framkvæmdir borgarinnar við Miklubraut frá Snorrabraut og austur úr. Þjóðviljinn fullyrti að aldrei yrði þörf fyrir svona breiða götu og ennfremur að borgaryfirvöld hefðu eingöngu farið í framkvæmdina til að hygla verktökum sem styddu Sjálfstæðisflokkinn.
Þessa fyrst reynsla barns af stjórnmálum leiddi það á braut sjálfstæðis og framfara.
Í dag hneigist hugur þessara afla að uppbyggingu Hljómskálagarðsins. Vissulega verðugt verkefni, en ekki sem aðalviðfangsefni alvöru stjórnmálamanna.
Níu bílar í árekstrum í Ártúnsbrekku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.1.2008 | 21:55
Átaks er þörf.
Það var verið að endurflytja á Sögu fróðlegt viðtal Arnþrúðar Karlsdóttur við Svein Magnússon framkvæmdastjóra Geðhjálpar.
Hann hefur gegnt starfi sínu af alúð um árabil og er kominn með umtalsverða reynslu og þekkingu af þessum viðkvæma málaflokki.
Ég hef þekkt til starfsemi Geðhjálpar í tæp tuttugu ár og vann á árum áður mikið með félaginu að framgangi viðunandi búsetuúrræða fyrir aðstandendur okkar.
Núna er ég formaður Eirðar aðstandendafélags sem hyggst láta til sín taka á öðrum sviðum, eða í uppbyggingu sjúklinga á sambýli til sjálfbjargar.
Fram kom í máli Sveins að í samfélaginu eru í dag 75 000 manns sem hafa þurft að leita sér sérfræðiaðstoðar á geðsviði einu sinni eða oftar.
Þessar tölur eru svo stórar að við sem betur stöndum að vígi megum einskis láta ófreistað að létta líf þessa fólks, hvert á okkar sviði.
Hjá opinberu fyrirtæki sem ég vann hjá þar til fyrir skemmstu er til að mynda mikil vanþekking ríkjandi á þessum málaflokki. Ég tel að það sé síður en svo einsdæmi.
Átaks er þörf.
Borgarstjórn | Breytt 30.1.2008 kl. 09:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.1.2008 | 17:03
Laugavegur 4 og 6.
Mér er hulin ráðgáta hvar húsfriðunarfólkið hefur haldið sig allt frá því að fyrrverandi R-listi samþykkti niðurrif húsanna við Laugaveg 4 og 6.
Ekki eitt einasta orð fyrr en verkamenn mættu með kúbeinin sín og hófust handa.
Þau rök hafa heyrst hjá fólki sem þráir að láta taka mark á sér að húsið Laugavegur 2 eigi að tákna eimreið sem dregur húsalengjuna á eftir sér.Upphaflega var engin húsalengja og því síður að eimreiðar hafi verið á Íslandi nema þá þessi?
Hvurslags rök eru þetta.
Ef allt verður nú fært til fyrra horfs vakna ýmsar spurningar.Eins og hvert eigi að veita skólpinu í opnum skurðum sínumu;niður Traðarkotssund og stystu leið til sjávar eða niður Bakarabrekkuna í lækinn sem þá þarf að opna og láta hann flytja saurinn til sjávar við nýja tónleikahúsið.Hvað vill fólk ganga langt í vitleysunni?
Gömul og úr sér gengin hús eiga að fara sömu leið og við mannfólkið sama hversu notaleg, hlýleg og kósý þau voru.
Af moldu ertu kominn að moldu skaltu aftur verða.
8.1.2008 | 18:43
Fyllum Laugaveginn af angan horfinna tíma.
Loksins er komin vitrænn tónn í umræðuna.
Nú eru komin rök fyrir því að fletta malbikinu af götunni og fleygja gangstéttarhellum á haug. Slökkva á raflýsingu og skrúfa fyrir heitt- og kalt vatn. Opna rotþrær og opna skólplæki og hefja kúamykju, mannasaur og hrossaskít til fyrri virðingar.
Þegar þetta hefur verið gert og ekki fyrr getum við farið að tala um menningarlega umgengni við kofaskrifli og hrófatildur við neðanverðan Laugaveg í höfuðborg lands og þjóðar.
Ráðherra friði Laugavegshús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borgarstjórn | Breytt 9.1.2008 kl. 06:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2008 | 17:16
Ökukennari og Kyndilberi gantast á síðum DV - eða?
Þar sem DV hefur litla útbreiðslu vil ég benda vinum mínum hjá Strætó (líka hinum) á athyglisvert viðtal Trausta Hafsteinssonar (gæðadrengs og KR-ings) við hafsjó fróðleiks og kyndilbera áfengislauss Hlemms í blaðinu í dag.
Þar koma fram afar (ó)merkileg ummmæli (nema hvað) um Reyni Jónsson framkvæmdastjóra og eiginkonu hans.
Hafsjór fróðleiks hefur greinilega komið auga á að hún er dóttir Óla H. Þórðarsonar fyrrum yfirmanns hans sem hrökklaðist úr starfi hjá Umferðarráði vegna frjálslegrar umgengni hans við fjármuni, útgáfu ökuréttinda og sannleikann.
Hvort örlar á hefnigirni eða heimsku?
Borgarstjórn | Breytt 9.1.2008 kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 16:35
Sextán mánuðir við stjórnvölinn í Reykjavík.
Ég var að lesa bæklinginn frá borgarstjórnaflokki Sjálfstæðisflokksins og ég er hræddur um að hann eigi ansi langt í land með að endurheimta traust; misjafnlega þó eftir einstaklingum.
Ég studdi Sjálfstæðisflokkinn frá barnsaldri, mjög meðvitaður og virkur, en framkoma sexmenninganna gagnvart VÞV var með slíkum bernskublæ að um þverbak keyrði og losnaði um mín tengsl við flokkinn.
Sumt gengur alls ekki í pólitík og þetta var eitt af því og verður þeim núið um nasir um langa framtíð.
Það er rétt sem kemur fram hjá þeim að mikið var framkvæmt og komið á betri veg á þessum sextán mánuðum sem þau héldu um stjórnartaumana og þar held ég að beri að þakka Vihjálmi Þórmundi öðrum fremur.
Sumum reyndist erfitt að halda til í skugga hans og því fór sem fór.
7.1.2008 | 21:30
Ólafur F. og Rip, Rap og Rup.
Forseti borgarstjórnar tekur í stjórnartaumana svo ekki verður um villst hver fer með völdin. Embættismaðurinn Dagur B. situr aðgerðarlaus hjá þótt hann mali og mali.
Kúbein á lofti við Laugaveg
liggur mönnum þar á.
Tjáningarþörfin var Ólafi treg
trauðla sat forsetinn hjá.
Á Laugavegi fjörið vex
var kýrfótur hafinn upp.
Ólafur F. og hinir sex
item Rip, Rap og Rup.
Kúbein á lofti við Laugaveg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Borgarstjórn | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1033129
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar