Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
9.1.2008 | 06:52
Það blæs ekki Byrlega við Baldursgötuna
Ég hélt að lykt af braski væri ekki frétt í sjálfu sér, þegar fnykinn leggur yfir borgina á góðviðrisdegi. Braskkompaní verða oft skammlíf. Byr blæs ekki íbúum móð í brjóst og hvað verður næst?
Byrlega við Baldursgötu
ekki blæst.
Veggjatítlum sem vatni úr fötu
veitir næst?
![]() |
Lykt af braski í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2008 | 14:59
Landsbanki Íslands kýs að vera á villigötum.
Þegar Landsbanki finnur mig hvergi á skuldalista, leitar hann fanga hjá fyrirtæki sem heldur enn skrá yfir löngu uppgerðar syndir frá gjaldþroti verslunar minnar og telur sig vera að gera rétt.
Af fúsum og frjálsum vilja
fáir slóðina hylja.
Valt er lán laust
og líkt við vantraust
þeim gengur það illa að skilja.
8.1.2008 | 12:06
Vantraust á Lánstraust. Fúll viðskiptavinur Landsbankans.
Ég fékk synjun frá Landsbanka Íslands í morgun við umsókn minni um greiðslukort með lágmarks úttektarheimild og aðallega hugsað til að rétta KR mánaðarlega tíund.
Ástæðan sögð vera sú að ég sé á vanskilaskrá hjá einkafyrirtæki út í bæ sem kallar sig Lánstraust.
Þetta fyrirtæki dirfist að leggja stein í götu mína með upplognum upplýsingum um að ég skuldi einhverjum eitthvað og að það sé í vanskilum.
Lánstraust er ekki beðið að færa sönnur á orð sín. Nei, ég er beðinn að afsanna að Lánstraust fari með rétt mál.
Ég lýsi miklu vantrausti á Landsbankann og Lánstraust fyrir slík vinnubrögð sem eru réttarríkinu Íslandi til skammar.
Ég bað stúlkuna í Grafarholtsútibúi Landsbankans að skrá í bankabækur að ég sé fúll.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.1.2008 | 16:29
Firnasterkur forkólfur.
finnskir vilja hræða.
Er undrabarnið Björgólfur
biður menn að græða.
![]() |
Segir þjóðernishyggju ráða för í Finnlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2008 | 15:57
Rænt og ruplað við Hringbraut um hábjartan dag.
Í gær lagði ég leið mína upp í Grafarvog í Rima Apótek að sækja eitt af níu lyfjum sem ég neyti mér til daglegs gagns.
Í leiðinni ætlaði ég að kaupa Protefix 32 tbl. sem kostuðu nýlega 434 krónur, en greip í tómt. Uppselt mér til armæðu.
Protefix verð ég bara að nota fyrst ég ætlast til að bros nái tilskyldum árangri og fór því í lyfjaverslunina við Hringbraut. Sýndist standa við Protefixið þar 432 krónur og tók tvo pakka og keypti. Þegar ég hóf undirskrift á debetkvittunina sá ég að verðið var 1.310 krónur eða 655 krónur pakkinn. Um mig fór tilfinning sem væri verið að nauðga mér.Skilaði öðrum pakkanum og fékk endurgreiddan. Enda 51% hærra verð en í litlu lyfjabúðinni við Langarima.
Ég kaupi aldrei aftur í Rænt og ruplað, Hringbraut 121.
Ég vona svo sannarlega að Rima Apótek eigi aldrei eftir að sameinast öðrum til hagræðingar.
2.1.2008 | 11:48
Jafnvel stjörnuspádeild Morgunblaðsins sér þetta.
"Þú hefur enn ekki næga peninga. Það er ekki þér að kenna, heldur er leið þín ekki leið ríkidæmis. Sama munstur gefur ekki nýjar niðurstöður. Steingeit auðveldar þér málið."
Sem sagt stjörnuspá dagsins
Stjörnuspádeild Morgunblaðsins segir reyndar: "það er ekki þér að kenna", en þar held ég að hún klikki.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2007 | 15:25
Verður Gerpla umskorin?
Gerpla á horni Hofsvallagötu og Sólvallagötu má muna fífil sinn fegurri. Nýlega urðu eigendaskipti og nýju eigendurnir eru ekki í takti við íbúa hverfisins. Aðalinngangi Gerplunnar hefur verið lokað og fólki bent með ritvilltri orðsendingu á annan inngang.
Viðmót afgreiðslufólks hefur breyst, ekki til betra vegar og fyrrverandi viðskiptavinum fjölgar ört.
Afgreiðslufólk talar ekki tungur tvær, bara útlenda.
Fólk talar um "breytt og búið".
Strangheiðarleg kona sem ég hitti á förnum vegi í gær, gott ef hún er ekki trúuð líka, sagði mér að íbúar hyggðust safna undirskriftum og með þeim skora á fyrrverandi verslunarstjóra að koma aftur og breyta í fyrra horf, með góðu eða illu.
Taka niður hrikalega ljóta utandyraauglýsingar sem ekki eiga erindi í yfirvegaða góðborgarabyggð, hætta við áform um spilavítislíki og síðast en ekki síst; endurnýja hlýja þjónustu byggða á heiðarleika, virðingu, spaugi og alvöru í bland.
Ef brunnmígur les þessar línur veit hann hvað til hans friðar heyrir.
![]() |
Segir Lohan vera kynlífsfíkil |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.12.2007 | 19:41
Af einskærrri góðmennsku.
Enn á ný býð ég Björgólfi aðstoð mína við að stýra veldinu eftir að hann tók að sér að rétta hlut West Ham um daginn.
Ég reikna með að hafa tíma í mars eða apríl að takast á við verkefnið
![]() |
Fasteignir Samson Properties færðar í sérstakt félag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
-
malacai
-
gelgjan
-
aronb
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
solisasta
-
baldher
-
emmgje
-
bergruniris
-
skinogskurir
-
bjarnihardar
-
gattin
-
tilfinningar
-
greindur
-
ekg
-
einarsmaeli
-
evabenz
-
eyglohardar
-
eythora
-
ea
-
feministi
-
arnaeinars
-
g-bergendahl
-
gudni-is
-
lucas
-
gudmunduroli
-
zeriaph
-
boggi
-
gotusmidjan
-
doritaxi
-
hallurg
-
smali
-
heidistrand
-
heidathord
-
heimssyn
-
diva73
-
helgimar
-
himmalingur
-
kliddi
-
haddih
-
hordurj
-
ingabesta
-
ithrottir
-
jakobk
-
jonaa
-
jbv
-
joninaottesen
-
jon-o-vilhjalmsson
-
jonsnae
-
jorunn
-
juliusbearsson
-
katagunn
-
katrinsnaeholm
-
kolbrunb
-
ksh
-
kollaogjosep
-
kristinn-karl
-
kristjan9
-
lady
-
presleifur
-
liljabolla
-
vonin
-
mariakr
-
methusalem
-
morgunbladid
-
obv
-
olinathorv
-
omarbjarki
-
perlaoghvolparnir
-
ragnar73
-
rannveigh
-
redlion
-
trandill
-
puma
-
runirokk
-
rynir
-
fullvalda
-
hjolina
-
heidarbaer
-
holmarinn
-
nr123minskodun
-
sigurdursig
-
siggith
-
hvala
-
stebbifr
-
must
-
steinunnolina
-
svavaralfred
-
unnar96
-
valdimarjohannesson
-
vefritid
-
steinibriem
-
thorsteinn
-
thoragud
-
thordisb
-
thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar