Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
22.1.2009 | 18:22
Veruleikafirring
Skaðabótakrafa Stoða á hendur ríkinu hlýtur að fara að koma fram. Stoðir telja sig geta lögsótt ríkið vegna yfirtöku Glitnis.
Forráðamenn Stoða telja að um umtalsvert fé sé hægt að sækja í ríkiskassann og það sé eitt af lífsmöguleikum félagsins.
Mikil er trú manna á eigið ágæti. Við sauðsvört teljum þá veruleikafirrta.
Yfirlýsing frá Stoðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.5.2008 | 13:04
Óþarfa viðkvæmni.
Það er með ólíkindum hvað við erum viðkvæm fyrir gagnrýni af hálfu erlendra banka og fjármálastofnana.
Þjóðin hefur verið töluð upp í því að allt sem við gerum sé hafið yfir gagnrýni. Þegar svo er komið getum við ekki tekið samkeppnisathugasemdum. Þjóðin fer í fýlu og hótar að tala aldrei aftur við þessa dela sem haga sér svona.
Hitt er annað mál, að enginn gerir athugasemd við óhróðurstal okkar um aðrar þjóðir.
Berum ekki kala til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2008 | 20:51
Persona non grata
Mér sýnist á svörunum að Vilhjálmur sé einhverjum í stjórn FL Group óþægur ljár í þúfu þessa dagana.
Svörin benda ekki til að virtur hluthafi hafi spurt heldur einhver utangátta gemsi eins og t.d. ég.
Er Vilhjálmur persona non grata?
Vilhjálmur ósáttur við svör FL Group | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2008 | 10:30
Raunsæ rödd frá Lundúnum.
Það er vonandi heilmikið mark á prófessor Portis takandi. því ekki veitir okkur af til að hamla aðeins á móti íslenskum og útlendum úrtöluröddum.
Sem betur fer taka fáir mark á íslenskum kverúlöntum sem sjá óhamingjuna við hvert fótmál á framfaravegi lítillar þjóðar.
Okkur veitti ekki af þessari huggandi raunsæisrödd frá Lundúnum.
Segir Ísland afar vel rekið land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2008 | 22:17
Landsbankinn veit hvar hann hefur mig.
Dirfska bankanna á erlendri grundu verður þeim ekki að fótakefli. Svo mikið er víst að ég mun í engu refsa Landsbankanum fyrir uppátækið, enda hefur hann fullvissað mig um að sparifé mínu sé vel varið í hirslum hans og ávaxtað um víða veröld á ákaflega varfærinn hátt.
Traust mitt á yfirmönnum bankans hefur því síst dvínað þrátt fyrir áföll í fjármálalífsins ólgusjó.
Ég stend við bakið á mínum Landsbanka og hann veit að ég stend við tilboð mitt um hækkun færslugjalda, ef og þegar honum hentar.
Þurfa ekki að gjalda óhófs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2008 | 11:00
Hvet Jón Magnússon til að lesa.
Jón Magnússon alþ.m. og kumpánar hans ættu að lesa þessa frétt og fleiri um vaxtahækkun Seðlabanka Íslands.
Það þjónar kannski ekki hagsmunum þeirra?
Vaxtahækkun í samræmi við fyrri orð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.3.2008 | 21:29
457.813.220 krónur tapaðar. Hvar eru hluthafarnir?
Hverjir voru aðalhluthafar í Huga hf.?
Eru þetta ekki meiriháttar fjársvik?
Sitja menn inni fyrir glæpinn?
Eða er þetta bara allt í lagi og sjálfsagður hlutur?
Eru hluthafarnir ennþá í viðskiptum?
Af hverju segir enginn neitt?
Um 8% upp í almennar kröfur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.2.2008 | 09:00
Jóskar heiðar eða sunnar?
Það er mörgum ljóst að það er afar óhagstætt fyrir svo fámenna þjóð að búa á Íslandi.
Landið er tiltölulega stórt og erfitt yfirferðar, vegagerð dýr sem og allar veitulagnir og annað sem til þarf að gera þjóðfélaginu lífið bærilegt.
Bara tungumálið hefur reynst okkur dýrkeypt eins og til að mynda lyfjaframleiðendur og innflytjendur hafa margsinnis bent okkur á.
Útgáfa íslenskra orðabóka er dýr og hvaða máli skiptir menningararfurinn á úr sér gengnum skinndruslum sem ekki er hægt að markaðssetja í útlöndum sökum elli.
Gjaldmiðillinn okkar þvælist fyrir stórhuga mönnum eins og kratar og aðrir stórhuga viðskiptajöfrar benda gjarnan á.
Bankarnir eru í raun gjaldþrota segir þekktur auðmaður (sem varð ríkur á krónunni) einn aðal andstæðingur Krónunnar enda höfum við greinilega ekki efni á að reka þá og fást þeir fyrir slikk áður en langt um líður og úrtölum heldur áfram. (Skyldi auðmaðurinn kaupa þrotabúin).
Útlendir bankar eru auðvitað mikið hagstæðari íslenskum útrásarvíkingum með slikju yfir auga og evru í hjarta stað.
Skyldu Jósku heiðarlöndin ennþá vera föl?
Skuldaálag úr takti við raunverulega stöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.1.2008 | 01:09
Ekki eina einustu krónu.....
Nyhedsavisen leitar að nýjum fjárfestum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.1.2008 | 17:42
Biðst afsökunar á bölbænum mínum.
Það tekur mig sárt ef ég og aðrir öfundarmenn auðmannanna höfum orðið til þess að þeir eru nú að tapa hundruðum milljarða af ímynduðum eignum vegna bölbæna okkar.
Holdgervingur þessa hóps manna er að mínu mati Jón Ásgeir Jóhannesson og snertir það mig virkilega djúpt ef hann er að tapa fé.
Margir hafa talið að þráhyggja ráði ferðum mínum um lyklaborð tölvunnar þegar ég gagnrýni Jón Ásgeir, en það er alls ekki svo.
Það ætti að vera öllum ljóst að ég er eingöngu að falast eftir vænlegri summu fjár fyrir að þegja.
Fækkar í fjármálageira
fjöldinn vill ekki heyra
af prangi og prettum
sjónhverfing nettum
hjá Jóni Ásgeiri meira.
Fækkar um 650 í fjármálageiranum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar